Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 61
íslensk lýðrjettindi í hættu.
»Það er ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla«
segir gamalt íslenskt máltæki. Það er engin vanþörf á
að minnast þessa spakmælis, er við athugum ástand það,
sem nú ríkir í landi þessu.
Við höfum nú í heila öld háð harða baráttu fyrir sjálf-
stæði okkar og erum, að mörgu leyti með rjettu, hreykin
af þrautseigju þeirri og fórnfýsi, er brautryðjendur þjóð-
arinnar hafa sýnt í frelsisbaráttu þeirri. Hver ágætis mað-
ur á fætur öðrum hefir Iagt líf og »framtíð« sína í söl-
urnar til að tryggja þjóðinni þau rjettindi, er hún hefir
krafist. Flestallir hugsjónamenn þjóðarinnar hafa orðið
að helga þessari baráttu starf sitt, því ekki hefir veitt af
öllum bestu kröftunum, til að vekja hana af doða og
drunga, og koma síðan þeim skrið á málið, er haldist
gæti og aukist, er nýjir kraftar bættust framsækninni.
Pannig hefir smásaman magn þjóðarinnar aukist, fieiri
rjettindi fengist og að lokum sjálfstæði jsað, er látið var
staðar numið við fyrst um sinn 1918. Þó er það víst,
að harðari hefði þessi barátta verið, ef ekki hefðu kom-
ist til valda í Danmörku róttækari flokkarnir, er hnekktu
íhaldstjórn þeirri, er lengst af varnaði okkur sjálfstæðis
og þjóðarrjettinda. Má því að sumu leyti segja, að okk-
ur hafi borist sjálfstæðið upp í hendurnar, fyrr en við
vorum búnir að berjast fyrir því til fulls.
Til þess að ná fylgi þjóðarinnar í sjálfstæðismálinu,
þurftu brautryðjendurnir að losa hugsunarhátt hennar af
þeim klafa flialdsseminnar, er hún hafði verið bundin við