Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 139
Rjéttur] NEISÍAR 141
þrælahald, eða hvað sem um hefur verið að gera, þá
hafa þessar yfirstjettir, þessar mentuðu stjettir,. þessar
hátt titluðu stjettir, sífelt haft á röngu að standa.
Gladstone.
Alstaðar er oss kent að »lífið sje heilagt«, að »frelsið
sje heilagt«, að »eignarrjetturinn sje heilagur« — en hvar
er oss kent að heill og velferð sjeu heilög? Og samt
er það þó aðeins sökum þýðingar þeirra fyrir velferðina
að hin gæðin fá á sig helgiblæ.
Jarnes Mackaye.
F*að er mikill breyskleiki að hugsa. Guð forði þjer frá
því, sonur minn, eins og hann hefur forðað frá því
dýrlingum sínum og sálum þeim, sem hann hefur vel-
þóknun á og ætlar eilífa sælu.
Anatole France.
Jeg veit ekki hvort jeg á skilið að lárviðarsveigur verði
einhverntíma lagður á kistu mína. Skáldskapurinn hefur,
þótt vænt hafi mjer þótt um hann, aldrei verið mjer
, annað en guðdómlegt leikfang. Jeg hef aldrei gengist
fyrir skáldafrægð og skeyti lítið um hvort menn lasta
ljóð mín eða lofa þau. En leggið sverð á kistu mína;
því jeg hef verið hugrakkur hermaður í frelsisstríði
mannkynsins.
Heine.
Hvað vill yfirstjettin gera fyrir verkalýðinn?
Aðstaðan, sem við mentuðu og efnuðu stjettirnar hafa,
er sama og gamla mannsins, er sat á herðum hins fá-
tæka; sá er bara munurinn að við erum ólíkir honum i
því að okkur tekur mjög sárt til fátæka mannsins; og
við vildum alt gera til að bæta hag hans. Við viljum
ekki aðeins láta hann fá svo mikið fæði, að hann geti
staðið á fótunum, við viljum líka kenna honum og fræða
hann, sýna honum fegurð náttúrunnar, ræða við hann