Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 76
%
[Rjettuf
VÍÐSJÁ
og auk þess gefið margt af sögum vorum út á frummál-
inu með þýskum skýringum, betri útgáfur en við höfum
hjer heima. Sæmundar-edda hefir þegar verið þýdd þris-
var á þýsku og margoft verið gefin út. Fyrsta þýðingin
var gerð af Simrock 1851, önnur af Gcring, þriðja af
Genzmer. Nú kemur þýðing Simrocks aftur út með hlið-
sjón af þýðingu Genzmers og sá, sem sjeð hefir um út-
gáfuna er Gustav Neckel, prófessor í norrænum fræðum
við háskólann í Berlín, einhver besti íslandsvinur, sem nú
er í Þýskalandi, og manna kunnugastur norrænum fræð-
um. Hefir hann auk þess að laga þýðinguna annast um
rjetta merkingu, ritað mikinn og merkilegan formála, sem
tekur meir en þriðjung bókarinnar. Próf. Neckel og hin
ágætu rit hans eru því miður miklu minna þekt hjer
heima en þau ættu skilið. Ættu þó íslendingar að reyna
að kappkosta að eiga á söfnum sínum sem flest af rit-
um þeim góðum, er rituð eru um mál vort og bókmentir.
Marx-Engels-stofnunin.
Marx og Engels eru sem kunnugt er höfundar jafn-
aðarstefnunnar, voldugustu hreyfingar, sem á jörðinni
hefir útbreiðst síðan á dögum kristninnar. Menn vita allir
hve rit höfunda kristninnar og siðabófamanna hafa verið
útbreidd og skýrð, og það skyldi því engan furða, þótt
rit þeirra Marx og Engels væru og rædd mjög og skýrð.
Það er líka gert — því — þótt eftirkomendur þeirra trúi
ekki blint á þau sem ýmsir kristnir menn á biblíuna, þá
ríður oft á miklu að skilja rit þeirra rjett og samband
þeirra við samtímann. Pað hefir því orðið hlutverk
fyrstu verkalýðsstjórnarinnar í heiminum, að koma upp
vísindastofnun til þess. Var hún stofnsett í Moskwu 1920
og nefnd Marx-Engels-stofnunin. Forstjóri hennar er
D. Rjazanov, er var aðalhvatamaður þessa merkilega
fyrirtækis. Aðallega er stofnunin bókasafn og lestrar-
salur, þar sem lesa má rit þessara höfunda og fjölmargra