Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 13
Rjettur] ERLENDlR MENNINGARStRAUMAR 15
vorum, því að á feðranna frægð verður ekki lifað til
lengdar.
Einangrunarstefnan hefir sífelt sameinast meðfæddri
íhaldslund og tregð, sem allir menn hafa eitthvað af,
þótt mörgum takist að sigra þær veilur. Um leið hefir
svo íhaldssemin tekið á sig meira eða minna »þjóðleg-
an« blæ, þótst koma fram gagnvart hinum erlendu, fram-
sæknu og róttæku hreyfingum sem vörður hins þjóðlega
og bjargvættur siða feðranna. Jafnvel Fjölnismenn, sem
voru þó mjög undir áhrifum erlendra þjóðernishreyfinga
og jafnvel börðust, eins og t. d. Jónas, gegn hinum
»þjóðlegu« rímum út frá alþjóðlegum fagurfræðis-hugs-
unarhætti, tóku flestir íhaldssama afstöðu undir »þjóð-
legu« yfirskyni, þegar um ákvörðun alþingisstaðarins var
að ræða, og börðust gegn hinni framsæknu nútímaskoð-
un Jóns Sigurðssonar, að hafa staðinn í Reykjavík — og
gengu jafnvel svo langt í sínu »rómantíska« afturhaldi,
að álíta þing annarstaðar en á Þingvöllum einkis virði
og vilja eigi telja þá íslendinga, er eigi vildu Alþingi þar.
I hvert sinn, er ný stefna hefir borist liingað, hefir ís-
lenskt íhald og vanafesta risið þannig öndverð gegn henni
og reynt með öllu móti að eyðileggja áhrif hennar. F>eg-
ar Magnús Eiríksson kom fram með hinar nýju guð-
fræðiskenningar sínar viðvíkjandi Jóhannesar guðspjalli
og guðdómi Jesú frá Nazaret, þá fann einn af þeim, er
kallaður þóttist til að vernda »anda forfeðranna«, sig knúð-
an til að rita grein mikla í gamla »íslending« (IV. árg.,
9. tbl., bls. 70—72) móti þessum ófögnuði og nefnist
hann þar »GamalI klerkr frá Vestrströnduin«. Byrjar hann
með því að »játa það án blygðunar«, að hann viljr ekki
lesa bók Magnúsar (og líkt mun fara mörgum andlegum
niðjum hans, er svo stendur á), en dæmir hana þó »guð-
löstunarbók«, »eiturplöntu«, »Satans skeyti« og »ósvífna
lygabók«. Heitir hann á stjettarbræður sína danska, að
»hrekja hana með órækum ástæðum, sem yfirfljótanlegar
eru til«(!!). Síðan snýr hann sjer að höfundinum, er hann