Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 15
fcjettur] ÉjRLÉNDIR MRNNINGARSTRAUMAR H
piltum, og sé svo, mun hann ræna þá hverjum góðum
guðstitli, kristilegri trú og siðferðistilfinning, er þeim hef.
ur verið innrætt frá barnæsku. Hörmulegt má það vera
fyrir fjarstadda foreldra, að vita sonu sína í klóm þessa
freistara, er altaf er boðinn og búinn til að Ieiða þá út í
botnlaust forað spillingarinnar, meðan þeir eru óþrosk-
aðir og hægast að ginna þá.« Þannig farast þessum
vandlætara orð. — Viðtökurnar, sem tímaritin »Verðandi«
og »Heimdallur« fengu, voru líkar, enda segireinn »Blaða-
vinur« í »Fjallkonunni« (7. jan. 1885) um »Heimdal«:
»Eg signi niig í hvert skifti, sem eg sé það blað«, og
telur það aðalstefnu þess, »að gera alla íslendinga að
heiðingjum og fá þá til að trúa á goðið úr Vatnsdaln-
um.« — Og ekki þarf að spyrja, hvernig »Þyrnum« Þor-
steins Erlingssonar var tekið. Það hatur, er þeir vöktu
hjá hleypidómalýð, er flestu eldra fólki enn í minnum —
og vilji menn fylgjast með, hvernig síðan hefir gengið,
þá geta menn rannsakað dagblöðin sjálfir og sjeð, hvað
sum þeirra segja um stefnur þær, sem nú er mest um
deilt. Þannig hefir alt frá því Cicero barðist gegn Cati-
linu í nafni »feðra vorra« og enda fyrr og alt fram til
vorra daga sífelt verið barist gegn boðberum nýrra stefna
undir því yfirskyni, að vernda »sið feðranna« eða stjórn-
skipulag. Menn vega að brautryðjendum sinnar kynslóð-
ar með þeim vopnum, er þeir áfellast undanfarandi kyn-
slóð fyrir að nota, og beita þá sömu brögðunum, æsa
gegn þeim sömu hleypidómana og rjeðu niðurlögum ný-
dánu brautryðjendanna, sem menn um leið hefja til skýj-
anna, þótt þeir hafi hneykslað íhaldslund undanfarandi
kynslóðar jafn ógurlega og hinir þessarar.
Það er nú skiljanlegt, að brautryðjendum þeim, er fluttu
oss nýjar stefnur utan úr heimi, hefir veitst alt annað en
Ijett að starfa hjer. Harða baráttu urðu þeir að heyja
gegn hleypidómum og fastheldni þjóðarinnar. Líf sitt og
atvinnu áttu þeir að mestu leyti undir fáum vinum og
verndurum, ella lá útlegð eða hungur við. En auk hinnar
2