Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 74
76
VÍÐSJÁ
[Rjettur
hefði átt að gera hanri sjálfkjörinn til. Og að stríðinu
loknu hefir hann unnið af fremsta megni að því, að sam-
eina aftur þá, er stríðið hefir sundurskilið. Hann er nú
útlagi frá föðurlandi sínu, en nýtur hinnar mestu virð-
ingar alira þeirra, er andstæðir eru hernaðaranda stórveld-
anna og ríkjandi hleypidómum yfirstjettanna. Var hann
hyltur af þeim á afmæli sínu. Meðal annars barst hon-
um kveðja frá spanska spekingnum Miguel de Unamuno,
þar sem svo er að orði komist meðal annars:
»SannIeikurinn mun gera yður frjálsa, sagði Kristur.
Pað er lygin — og aðeins Iygin — sem gerir oss að
þrælum. Fyrst og fremst Iygi hinnar hernaðarsinnuðu
ættjarðarástar og ríkisvaldsins. Af því að Romain Rolland
flutti sannleikann í stríðinu, þrátt fyrir allar andstæður,
var hann svívirtur og svertur af öllum ofstækismönnum
. . . . Á meðan menn þeir, sem þrælar eru lygi valdhaf-
anna, gera sjer far um, að skapa með stjórnkænskunni
óverulegt og hræsnisfult þjóðabandalag, hefur Romain
Rolland Iifað, hugsað og ritað til að grundvalla með skáld-
skapnum bræðralag þjóðanna. Og þess vegna hafa þrælar
þjóðernishugsunarinnar svívirt hann, en synir þjóðanna
munu blessa hann fyrir það. — Honum, sem flúði Frakk-
land, föðurland sitt, svo að það yrði hjarta hans nær,
sendi jeg kveðju mína úr fjarlægu horni Frakklands, úr
Baskalandinu, um leið og jeg beini augum mínum til
Spánar, sem jeg finn að kallar til mín.« —
Romain Rolland til heiðurs gáfu vinir hans út bók á
afmælinu, er þeir nefndu »liber amicorum« (Vinabókin).
í hana rituðu yfir 100 kunnir rithöfundar, m. a. Maxim
Gorki, Zweig, Brandes, Einstein, Ghandi, Verner von
Heidenstamm, Ellen Key, Selma Lagerlöf, Fridtjof Nansen,
Upton Sinclair, Richard Strauss, Tagore, Ernst Toller,
Unamuno, Wells og Israel Zangwill.