Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 117
Rjettur]
FRÁ RUSSLANDI
119
greinilega aukna framleiðslu það ár, en að því mun eg
víkja síðar, þar sem fyrir því eru eðlilegar ástæður.
Nr. 3. Hlutfall innfl. og útflutnings 1Q20—25,
þegar fyrsta árið er talið 100.
Árin Innflutn. útflutn.
1920-21 100 100
1921-22 149 640
1922-23 82 1330
1923-24 115 3400
1924-25 192 3200
Eftirtektaverðastur er útflutningurinn. Hann hefur 32
faldast á þessum fáu árum. Pess ber að gæta, að hjer er
aðeins átt við viðskifti við Evrópu, og eru þá ótalin öll
viðskifti við Asíu og Ameríku.
Eftirfarandi tafla sýnir að lokum allan inn- Og útflutn-
ing S. S. S. R. árin 1922 — 25, þar með talinn útflutning-
ur til Asíu (t. d. Kína, Persíu, Mongólíu og Afghanistan)
og Ameríku (aðallega Bandarikjanna):
No. 4. Talið í miljónum gullrúblna.
Árin Innflutn. Útflutn. Samtals magn.
1922- 23 187 210 397
1923- 24 439 522 961
1924- 25 719 568 1287
Á þessari töflu sjest aftur á móti, að viðskifti við lönd
utan Evrópu hefur stöðugt aukist. Til þeirra landa hefur
verið flutt mikið af öðrum vörum, en korni og timbri,
sem eru aðalútflutningsvörurnar til Evrópu.
2. Landbúnaðurinn í S. S. S. R.
1925 voru akurlönd og engjar samtals 87.711.900 (87,7
milj.) desjatin (1 desjatin = 1.093 hektar), en 1924 voru
þau 81.049.600. Ræktað land var 95°/o af því sem það
var 1916, sem er stórkóstleg framför, því frá 1916 fór
öllu hnignandi, þar til 1922 — 23. f sumum lýðveldunum
var það jafnvel stærra, en 1916, t. d. var Ukrajna 5%