Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 35
Rjettur]
AUÐU SÆTIN
37
síns, rjetti hann snarlega úr sjer, svo að hlekkirnir brustu og
oddborgarinn fjell til jarðar. »Jeg er hjer, faðir minn,« sagði
hann glaðlega og þreifaöi fyrir sjer.
»Pú ert blindur, sonur minn.c sagði guð hrærður. ^Þá
fer jeg að skilja, hvers vegna ástandið er svona. Hver hefir
blindað þig og bundið?«
»Það gerðu skepnurnar, sem þú fjekst mjer til fylgdar í
reiði þinni. Asninn fylti eyru mín óhljóðum, hýénan smurði
augu mín eitri úr dauðra mannabúkum, uns jeg misti sjónar
á Ijósi himinsins. Og apinn batt mig. Ó, faðir! Hví kast-
aðir þú fegurstu náðargjöfum þínum fyrir dýrin?«
»Jeg gaf þjer þó framsýnina. sonur sæll, og einnig minn-
ingar liðna tímans. Boðorð guðs og náttúrulögmálin voru
líka blásin þjer í brjóst. Jeg skapaði þig þó í minni eigin
mynd! Jeg skil ekki, hvernig hrínandi asninn, blóðvana hrá-
ætan og apaskrípið hafa getað ruglað þig. Jeg skapaði þau
bara til þess, að þú hefðir æfinlega skrípamynd af þínum
guðlegu eiginleikum fyrir augum.c
»Eiginlega voru það ekki þau, sem þrælkuðu mig, heldur
sálin, sem þú gafst mjer.«
»Sálin, — sem jeg gaf þjer umíram allar aðrar verur'.c
hrópaði drottinn móðgaður.
»Er hægt að berjast við rándýr og lýs með sálinni einni,
eða sigra grimdina með hjartagæsku? Hvað stoðar jafnvel
algæska þín gegn tómum geimnum? Hjartað, sem þú gafst
mjer, gerði mig að þræl. Sjáðu hendurnar á mjer! Pær
eru svo hrjúfar og harðar sem nokkru sinni fyr. Þrátt fyrir
allar þrautir mínar, er hjarta mitt altaf jafn heitt og hlýtt, en
mynd þína hefir mjer ekki verið unt að varðveita. Jeg reyndi
að vera allra þjónn, krefjast einkis sjálfum mjer til handa, og
sjá, jeg er orðinn allra þræll. Jeg er orðinn svo vesall, að
jafnvel aumustu skriðdýr myndu ekki vilja skifta kjörum
við mig.«
»En því í fjandanum braustu ekki af þjer hlekkina?« varð
guði almáttugum að orði, og hann stappaði niður fótunum.
»Faðir, hefði jeg brotið hlekkina, myndi alt hafa hrunið til