Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 85
Rjettur] UM ÞJÓÐNYTINGU 87
verið langt of rúmar, aftur aðrar of þröngar, þannig að
þær haf ýmist tekið meira en hugtakseinkenni stefnunn-
ar, eða þá slept sumum höfuðeinkennunum. T. d. er
skilgreining Prolfdhons á jafnaðarstefnunni alt of rúm, þar
sem hann segir að hún sje »allar tilraunir, er miða í þá
átt að bæta þjóðfjelagsmeinin«. Ekki tekur betra við hjá
þeim, er reynt hafa að skilgreina stefnuna neikvætt og
segja að hún sje andstæða einstaklingshyggjunnar og
stjórnleysisstefnunnar. Enn aðrir hafa skilgreint stefnuna
þannig, að það sje stefna er grípi til ríkisvaldsins og
skattamálanna, til þess að bæta kjör almennings, og gera
lífskjör manna jafnari én þau sjeu undir skipulagi hinnar
takmarkalausu samkepni. Ef að þessi skilgreining væri
rjett, væru öll þau núverandi þjóðfjelög, sem að meira
eða minna leyti hefðu látið ríkisvaldið takmarka og binda
viðskiftalífið, og þau, sem komið hefðu á hjá sjer stig-
hækkandi sköttum, til þess að jafna efnahag manna, hrein
og bein jafnaðarríki.
Einkum hefir borið mikið á því, að menn hafa ruglað
mjög saman þjóðnýtingu við ríkis- eða bæjarrekstur.
Hinn gamli fyrverandi jafnaðarmaður, Alexander Millerand
áleit það nægilega skilgreiningu á hinni fjárhagslegu jafn-
aðarstefnu að segja »að hún væri í því fólgin, að ríkis-
valdið færði yfir á sínar hendur ýmsar tegundir af fram-
leiðslu og viðskiftatækjum, eftir því sem þær væru þrosk-
aðar til þess að flytjast frá yfirráðum éinstaklinganna til
ríkisins«. Um þessa hugtakseinkenningu má það segja,
að það er að vísu nauðsynlegt skilyrði til þess að koma
á jafnaðarríki að flytja framleiðslutækin úr höndum ein-
staklinganna yfir á þjóðfjelagsheildina, en það er aðeins
einn liður i þjóðnýtingaframkvæmdinni. Ef ekki er annað
og meira fyrir hendi, er aðeins að ræða um ríkis- eða
bæjarekstur atvinuutækja. Pað er ekki heldur rjett hjá
einum þjóðfjelagsfræðingi A. Sch'áffle í bók hans »Die
Quintessenz des Sozialismus«, þar sem hann telur fram-
leiðslufyrirkomulag jafnaðarstefnunnar ekki neitt sjerstakt