Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 34
36
AUÐU SÆTIN
[Rjettur
Hann er æfinlega í loðfeldi og snýr loðnunni út. Við lifum
öll og öndum fyrir hans náð. Úlfurinn óseðjandi er góður.*
Guð almáttugur hjelt leiðar smnar inn í borgina. Apinn
sat á miðju torginu og heimti inn skatt með öHum öngum.
»Skatt handa úlfinum óseðjandi.U sagði hann, og öll dýrin
urðu að fá honum aleigu sína. Strúturinn og páfuglinn fjaðrir
sínar, en refurinn og bifurinn loðfeldi sína. Öll fóru dýrin
flegin og blóðug frá honum, þakkandi honum fyrir, að fá
að halda lífinu. Fátækar konur, sem áttu ekkert annað en
ungar dætur, komu með þær, fórnuðu þeim og sögðu: »TiI
úlfsins óseðjandi, sem lofar okkur öllum að lifa fyrir sína
miklu náð og miskunnsemi.*
Guð almáttugur varð úrkula vonar og hristi höfuðið. Hon-
um fanst syni sínum hafa hörmulega mistekist, ef að þetta
væru alt hans verk. »Hvar er herra sköpunarinnar?« spurði
hann.
Honum var bent á apann. Hann var í einkennisbúningi
ráðherra með þrístrendan hatt á höfði og leit út fyrir að hafa
mjög ábyrgðarmiklum störfum að gegna. Halinn á honum
gægðist út á milli frakkalafanna og hafði hann hnýtt þrjá
hnúta á hann. f’rátt fyrir alla eymdina gat guð ekki stilt sig
um að brosa. »Jeg kannast við þennan náunga,« sagði hann
í hálfkæringi. »Jeg hefi sjálfur skapað hann úr vindbelgingi
í buxnavasa mínum.« Svo fór hann af stað að leita sonar
síns til að krefja hann reikningsskapar.
Heimur guðs var eins og stór verksmiðja, ömurleg og
gleðisnauð. Langt inni í borginni fann guð loks son sinn;
gekk hann þar inst inni og sneri vjelinni. Hann var orðinn
stærðar risi með aldrinum, en lotinn í herðum. Líkami hans,
sem einu sinni var glóandi af sólskini, var nú þakinn svita
og auri. Ljós augnanna virtist kulnað. Hönd hans og fótur
voru í hlekkjnm, en á háhesti hans sat svipljótur oddborgari
og keyrði hann gaddasvipum. Við hvert högg oddborgarans
andvarpaði risinn og herti sig enn þá betur.
Guð almáttugur kaliaði á hann með gælunafni hans, og
þegar hann heyrði orðið verkamaður sagt með rödd föður