Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 66
68 ÍSLENRK LÝÐRJETTINDI tRjettuf
ast með því, að fylkja sjer með verkalýðnum, er berst
fyrir því að tryggja allri alþýðu viðunanieg lífskjör.
Enda hefir það komið í ljós, þegar auðvaldið best birtir
hið sanna innihald sitt, svo sem í stórkostlegasta gengis-
braski þess eða slíku, að miðstjettin hefir alveg verið
svift eignum sínum og þá fyrst sjeð hvar hinn raun-
verulegi óvinur þess stóð og eftir svo dýrkeypta reynslu
farið að styðja verkalýðinn í baráttu hans fyrir rjettind-
um og velmegun alþýðunnar. En ef miðstjettinni á að
verða að liði mentun sú og ágæt aðstaða, er hún hefir í
þjóðfjelaginu, væri óskandi að hún bæri alstaðar gæfu
til þess að Iæra af reynslu þeirri, er miðstjettirnar í Mið-
Evrópu nú hafa haft, hvar henni sje hollast að standa í
þjóðfjelagsmálum.
Baráttan um það, hvort haldið skuli svo áfram aftur
á bak, sem nú er raun á orðin um árabil, eða stigin
aftur jafnstór spor áfram í áttina til aukins rjettar, vel-
megunar og mentunar alþýðu, sem stigin voru meðan
sjálfstæðisbaráttan stóð hæst, — sú barátta hlýtur nú
að harðna. Verkalýðurrnn og stórborgarar bæjanna standa
þar á öndverðum meiði. Verkalýðurinn og jafnaðarmenn
vilja halda áfram þeirri stefnu, er frömuðir íslensks lýð-
frelsis hafa hafið og komið nokkuð á leið; en stórborg-
ararnir taka nú að sjer sama hlutverk gagnvart þeirri
baráttu og áður höfðu Danir og dansklunduð yfirstjett
lands þessa. Bændur munu skipa sjer vinstra megin í
baráttu þessari, þrátt fyrir allar gyllingar íhaldsins og illa
má miðstjett og mentalýður íslands bregðast, ef þau
verða nú öfugu megin í baráttunni, þegar íhald það er
íslenskt, sem áður var danskt. F n