Réttur - 01.02.1926, Síða 111
Rjettur] YFIR EYÐIM0RKINA 113
En það reynist oft erfitt að taka sig upp af þeim
slóðum, þar sem maður er niður kominn. Hinir ánauð-
ugu allra tíma hafa átt yfir sjer Faraó, sem hefur synjað
þeim burtfararleyfis. Pað er hið drotnandi vald, sem ekki
vill sleppa neinum þeim, sem geldur í fjárhirslur þess.
Og þeir, sem heyknastir ganga og í mestri áþján lifa,
það eru einmitt þeir, sem ganga með veldisstó! hins
drotnandi valds á herðum sínum og þá má síst af öllu
missa.
Og hinir áþjáðu stynja og þrá og láta sig dreyma um
fyrirheitið land, en sjá öll sund lokuð, er þeir líta á það
frá sjónarmiði veruleikans. En í tyllingu tímans, þegar
áþjánin hefir svo langt gengið, að vart verður lengra
komist, þá sendir guð spámenn í heiminn. Hann hefur
kallað spáménn sína á ýmsan hátt. Suma hefur hann
kallað á sama hátt og Móse. Þeir hafa skynjað fyrirbæri,
sem venjulega eru fyrir utan skynvídd líkamlegra skyn-
færa okkar, og hlýtt á raddir úr öðrum heimi, svo sem
maður talaði við mann. Oftar hefir þó verið talað til
spámannanna hinni þöglu rödd, sem snert hefir strengi
tilfinninganna fyrir eymd hinna undirokuðu. Tíðast hefir
sá spámaður verið af flokki hinna þjáðu, en oftlega þó
af einhverjum ástæðum fengið uppeldi sitt mest við arin-
eld hins drotnanda valds, og þróttur hans því aldrei náð
að bugast af áþján þeirri, sem bræður hans hafa haft við
að búa. En í orðum hans býr ólgan, sem ánauðin hafði
vakið í hjartaslögum feðra hans.
Og spámaðurinn kemur til hinna undirokuðu sem
sendiboði guðs og segir: Nú er tíminn kominn, að við
tökum okkur upp af þessum slóðum. Það er vilji guðs,
að nú leggjum við af stað til fyrirheitna landsins, þar
sem okkar býður frelsi og farsæld.
En leiðin til fyrirheitna landsins liggur altaf í gegnum
eyðimerkur. Og þegar hungur eyðimerkurinnar sverfur að,
þá kemur það sorglega oft í ljós, hve duglaus hún er
8