Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 62
64 ÍSLENSK LÝÐRJETTINDI [Rjetíur
um aldaraðir, hrífa hana upp úr undirlægjuhætti og
þrællyndi til meðvitundar um rjett sinn og mátt. Og
það gat ekki hjá því farið, að um leið og losað yrði
um hugsunarleysið hvað sjálfstæðismálin snerti, yrðu
menn og vaktir til umhugsunar um önnur rjettindi, er
voru þjóðfjelagslegs eðlis. Enda var það mjög greini-
legt og áberandi í blöðum hinna framsæknu þjóðfrelsis-
manna, að þeir höfðu samúð mikla með þeim þjóðfjel-
agshreyfingum erlendis, er stefndu í þá átt, að bæta kjör
undirstjettanna. Hvað þingstörfin snerii, þá fylgdust þar
að með sjálfstæðismálunum tiltölulega róttækar breyt-
ingar á öðrum sviðum, kosningarjetti, trúbragðafrelsi,
skólarjettindum o. fl., ennfremur mjög frjálslynd stefna í
skattamálum, er miðaði að því, að hafa skattana sem
mest beina. ,
Þannig fengu íslendingar, meðan á sjáltstæðisbaráttunni
stóð, mörg þau rjettindi, er aðrar þjóðir urðu að heyja
mjög harða baráttu fyrir, jafnvel afla sjer þeirra með
byltingum. En hjer sigldu lýðrjettindin í kjölfar þjóðrjett-
indanna og 1918 var því svo komið, að hinn almenni
kosningarrjettur var í lög leiddur, þó voru þurfalingar
sviftir honum, þingræðið viðurkent, skólaskylda lögleidd
og skólagjöld afnumin, trúfrelsi trygt og mikið rætt um
skilnað ríkis og kirkju, en hinsvegar vægt tekið á »guð-
lasti« og slíku. Jafnframt þessu var skapaður ærið
sterkur þjóðarmetnaður, er bygðist á meðvitund lýðsins
um rjett sinn. Gagnvart útlendingum fundu íslendingar
til sín og reyndu sem mest að efla fjárhagslegt og at-
vinnulegt sjálfstæði sitt gagnvart þeim.
Ástæðan til þess, að svo vel gengur að koma þessum
mikilvægu rjettarbótum á, er, að allar stjettir þjóðarinnar
standa saman um það. Borgarastjettin, bændastjettin og
verkalýðurinn standa að mestu leyti sem ein heild í þess-
um málum, þótt greina megi vísana til stjettabaráttu á
milli þeirra, ef vel er að gáð. Borgarastjettin er enn þá
ekki búin að ná völdum þeim, er hún krefst, og meðan