Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 140
142 tíEISTAR [Rjettur
um iagra hljómlist og gefa honum ógrynni ágætra
ráðlegginga.
Já, við viljum næstum alt fyrir fátæka manninn gera,
alt nema fara af baki hans.
Leo Tolstoi.
Blaðamenska,
[John Swinton er einhver elsti og vinsælasti blaðamaður Ameríku.
Eitt sinn hjeldu stjettarbræður hans honum veislu og hjelt hann
þar eftirfarandi ræðu, þegar drekka átti skál hinna frjálsu óháðu
blaða. Kvað veitendum hafa brugðið mjög í brún.]
í Ameríku eru engin óháð blöð, nema ef til vill í ein-
staka sveitaþorpum. — F*ið vitið það, og jeg veit það. Pað
þorir ekki einn einasti ykkar að láta uppi og rita hinar
rjettu skoðanir sinar, og gerðuð þið það, þá vitið þið
fyrirtram, að þær myndu aldrei koma fram á prenti.
Mjer eru greiddir 150 dollarar á viku fyrir að þegja
um skoðanir mínar í blaði því, sem jeg er við, — ýms-
um ykkar eru greidd lík laun fyrir eitthvað svipað — og
hver ykkar sem yrði svo heimskur að prenta skoðanir
þær, er sannfæring hans byður honum, myndi fljótt verða
fleygt út á götuna til að leita að annari vinnu.
Starf blaðamannsins í New York er að eyða sannleik-
anum, Ijúga blátt áfram, umsnúa, sverta, flaðra við fætur
Mammons, og selja þjóð sína og ættland fyrir daglegt
brauð sitt.
F*etta vitið þið og þetta veit jeg, og hvílík heimska er
ekki að drekka skál óháðra blaða.
Við erum verkfæri og undirtyllur auðmanna, er bak
við tjöidin standa. Við erum sprellikarlarnir; þeir kippa í
strengina og við dönsum. Oáfur okkar, framtíð okkar og
líf okkar er eign þessara manna. Við seljum andlegt at-
gerfi okkar á sama hátt og vændiskonan selur líkama
sinn.......