Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 132
134
ISLENSK MENNINGARMÁL
[Rjettur
þessir menn því auðvitað mest með tilliti til þess, hverj-
ar mest muni að sjer draga, best »borga sig«. Afleiðing-
in af þessu er að til menningargildis kvikmyndanna er
lítið sem ekkert tillit tekið, og jafnvel þótt einstaka menn
vildu reyna að gera það, þá hindra það aðrir erfiðleikar.
Einkum er það þó eitt, sem veldur því að smærri kvik-
myndaleikhúsin oft ráða eigi vali myndanna sjálf. Pað er
að þau standa venjulega í sambandi við útlend kvik-
myndaleikhús, er senda þeim myndir — mikið til eftír því
hverjar ónotaðar eru í það og það skiftið, án þess að
taka nokkuð tillit til þess, sem kvikmyndaleikhúsin hjer
heima biðja um, fyr en seint og síðar meir. Hverskyns
myndir það verða, má ráða af hinum óeðlilega fjölda
leynilögréglu- og glæpamynda, sem sýndar eru hjer heima.
Af núverandi skipulagi kvikmyndaleikhúsanna leiðir því,
að ekkert tillit er tekið til fræðsluhliðar kvikmyndanna,
og engu sambandi komið á við skólana; að menningar-
gildi myndanna verður yfirleitt lítið; að kvikmyndaleik-
húsin ráða sökum samtakaleysisins, varla valinu á mynd-
unum sjálf; að kostnaður verður allur meiri, þar sem ekki
er samband, nema lítið eitt, milli leikhúsanna hjer heima; að
hagnaðurinn af rekstrinum rennur allur til einstakra manna.
Kvikmyndirnar verða smekk- og siðspillandi í stað þess
að vera mentandi og fræðandi, og kvikmyndaleikhúsin
verða fjeþúfa einstakra manna í stað þess að vera and-
leg og fjárhagsleg gróðalind heildarinnar.
Þetta verður að breytast. Pað þarf að koma því svo
fyrir, að nota megi kvikmyndir við kenslu í skólum að
minsta kosti í kaupstöðum. Pað þarf ennfremur að sjá
um, að einstakir menn misnoti ekki þessar menningar-
stofnanir, og spilt áhrifum þeirra um leið. Petta
verður aðeins bætt á einn veg, með því að ríkið
og bæirnir taki að sjer rekstur kvikmyndaleikhúsanna, og
ríkið sjái svo um að fá frá útlöndum góðar myndir, sem
síðan sjeu sendar á milli leikhúsanna hjer heima. Með
því móti stöndum við fyrst og fremst miklu betur að