Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 90
92 UM ÞJÓÐNÝTINGU [Rjettur
kveðnu gjaldi, og að þeir einstaklingar bæru svo tekjur
eða halla fyrirtækjanna.
Pjóðnýtt framlelðsla er ekki bundin við nokkurn á-
kveðinn framleiðsluhátt. Ríki eða hjerað geta rekið þá
framleiðslu, eða jafnvel ákveðinn, takmarkaður fjelags-
skapur manna, undir eftirliti og umsjón þjóðfjelagsins.
En til þess að hægt sje að kalla framleiðslu þjóðnýtta,
verður þó altaf að krefjast þess: 1) Framleiðslan verður
að vera skipulögð undir lýðrœðisstjórn. Með því er átt
við það, að verkamenn, og aðrir starfsmenn fyrirtækjanna
verða að taka þátt í stjórn þeirra, og að öll þjóðnýtt
fyrirtæki verða að vera háð eftirliti kjörinna fulltrúa, fyrir
alla framleiðendur og neytendur. Einkastjórn nokkurra
manna á opinberum fyrirtækjum uppfylla ekki skilyrði
þess að um þjóðnýting sje að ræða. 2) Framleiðslan
verður að vera miðuð við parfir allrar þjóðfjelagsheild-
arinnar. í því efni aðgreinir þjóðnýtt framleiðsla sig ber-
lega frá framleiðslu einstakra auðmanna, þar sem mark-
miðið er eingöngu eða aðallega hagnaður af framleiðsl-
unni.
Dreifing framleiðslunnar.
Pegar framleiðslan er þjóðnýtt, verður þjóðfjelagið einnig
að sjá um dreifingu hennar þ. e. verslunina.
f auðvaldsskipulaginu eru það einstaklingarnir, sem
bæði eiga og hafa ágóða af framleiðslutækjunum, og ann-
ast einnig um dreifingu verðmætanna (versla). En með
þjóðnýttu skipulagi flytst hvorutveggja yfir til þjóðfjelags-
heildarinnar, með það fyrir augum, bæði að framleiðend-
urnir fái hið rjetta og raunverulega verðmæti fyrir vinnu
sína, samtímis því sem neytendunum er trygt hæfilegt
verðlag á lífsnauðsynjunum, og þjóðarauðurinn aukinn.
En til þess að tryggja þetta, er nauðsynlegt að dreifing
framleiðslunnar (verslunin) fari fram með líkum hætti og
framleiðslan sjálf, undir stjórn og eftirliti þjóðfjelags-