Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 51
Rjettur]
TOGARAÚTGERÐIN
53
á afurðasöluna og stjórn útgerðarinnar og draga úr
kostnaði við hvoru tveggja.
Og leiðin er samstarf, samvinna. Skilyrðið til þess að
unt sje að koma fram þeim breytingum og umbótum,
sem nauðsynlegar eru, og til þess að þær komi að full-
um notum er, að útgerðarmenn hætti að einang'ast,
hætti að ota frani hver sínum tota og keppa hver við
annan, að jafnan sje litið á, og fyrst og fremst tekið til-
lit til hagsmuna útgerðarinnar í heild, en ekki hvers ein-
slaks útgerðarmanns.
Samstarf þetta getur verið á tvennan hátt. Annar er
sá, að útgerðarmennirnir myndi með sjer fjelagsskap, er
hafi alla yfirstjórn útgerðarinnar og afurðasölunnar í sín-
um höndum. Hinn, er samstarf allra þeirra, sem vinna
við og styrkja útgerðina beint og óbeint og eiga afkomu
sína og efnahag að einhverju leyti undir því, hvernig
henni er stjórnað. Það er samstarf allrar þjóðarinnar.
Hvort er heppilegra fyrir þjóðina í heild sinni, og hvort
er líklegra til að komast í framkvæmd?
Hjer skal ekkert um það fullyrt, hvo t líklegt sje að
slíkt samstarf komist á meðal stórútgerðarmanna. Ekki
verður sagt, að samvinnuhreyfingin hafi átt mikil ítök í
þeirri sveit til þessa. Fáir munu efa, áð aðstaða þeirra
myndi batna stórlega; en er þá víst, að það væri heppi-
legasta lausnin fyrir þjóðfjelagið í heild?
Setjum svo, að stórútgerðarmenn allir mynduðu með
sjer öflugan fjelagsskap, t. d. samvinnufjelag, sem sæi
um togaraútgerðina og afurðasöluna, reisti og starfrækti
verksmiðjur og íshús, útvegaði kæliskip og stæði fyrir
markaðsleitunum og tilraunum til endurbóta á ýmsum
sviðum. Óneitanlega væru þetta stórar framfarir frá því
sem nú er, ef litið er á fjárhagshliðina eingöngu.
En sjómennirnir og verkafólkið, sem rækir þessi fyri>-
tæki með vinnu sinni og á afkonru sína og sinna undir
þeim, yrðu eftir sem áður jafn rjetúausir til þátttöku í
stjórn fyrirtækjanna. Kjör þeirra gætu jafnvel versnað