Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 84
86
UM ÞJÓÐNYTINGU
[Rjettur
þeim löndum, sem ekki hafa til þessa gert neitt í áttina
til þjóðnýtingar. Og í móðurlandi auðmagnsins, Englandi,
hefir þess gætt mikið í stjórnmálaumræðum þar í landi,
hvort þjóðnýta bæri sumar voldugustu greinar stóriðnað-
arins. Og í öllum öðrum iðnaðarlöndum hafa stjórn-
málin, nú eftir stríðið, sveigst mjög í þá átt, hvort þjóð-
nýta bæri framleiðslutækin, og hafa umræðurnar um þetta
merka skipulagsatriði sumstaðar verið helsta deiluefnið.
Pað virðist því liggja mjög nærri að gera sjer skýra
grein fyrir, hvað felst í hugtakinu þjóðnýting. Bæði meðal
almennings og stjórnmálamanna, í vísindalegum ritum
og stjórnmálablöðum, eru hugmyndir manna um þetta
hugtak mjög á reiki, en slíkt verður til hins mesta tjóns,
því fyrsta og helsta skilyrði til þess að umræður um
þetta skipulagsatriði, geti verið á viti bygðar, er það að
hugtakið sjálft sje skilgreint skýrt, nákvæmlega og tæm-
andi, þannig að enginn misskilningur geti komist þar að.
Því næst væri ástæða til að athuga nákvæmlega eðli
auðvaldsskipulagsins á framleiðslunni, meta kosti þess
og lesti, og hvort hægt sje að endurbæta auðvaldsskipu-
lagið, án þess að afnema það, og að lokum athuga,
hvérnig, undir hvaða kringumstæðum, að hve miklu leyti
og með hvaða hætti, sje auðið eða æskilegt að þjóðnýta
framleiðsluna, miðað við það ástand, er nú ríkir. En í
grein þeirri, sem hjer birtist, verður aðeins gerð tilraun
til þess að skýra og afmarka sjálft þjóðnýtingarhugtakið.
Takmark, leiðir og aðferðir til
þjóðnýtingar.
Skilgreining hugtaksins. Pað, sem aðallega veldur því,
að ennþá ríkir allmikil óvissa um hugtakseinkenni þjóð-
nýtingarinnar, eru bæði hinar mismunandi og oft óskýru
lýsingar, eldri og yngri þjóðfjelagsrithöfunda um jafnað-
arstefnuna alment. Sumar skilgreiningar stefnunnar hafa