Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 86
88 UM ÞJÓÐNYTINGU [Rjettur
nýtt fyrirbrigði, heldur aðeins samræmingu og samtvinn-
un opinbers reksturs og vinnu. Pjóðnýting er alt annað
og meira en ríkisrekstur, með þeirri tilhögun ríkisvalds-
ins, er nú tíðkast.
Pað er því mjög nauðsynlegt að skýra hugtakseinkenni
þjóðnýtingarinnar nákvæmlega og rjett, og taka með öll
einkennin, en þó aðeins þau, sem við eiga, þannig að
dregnar sjeu skýrar línur á milli þjóðnýttrar framleiðslu
og auðmagnsframleiðslu einstaklinganna, og allra annara
framleiðsluaðferða.
Jafnvel þó að óvíða hafi komið fram hrein og ákveðin
hugtaksskilgreining á þjóðnýtingu, svo alment sje við-
tekið af fræðimönnum, er þó hægt að gera sjer nokkuð
Ijósa og ákveðna hugmynd af kenningum þeim og til-
raunum, er fram hafa farið í þessum efnum, og skilgreina
hugtakið þannig:
„Þjóðnýting táknar það, að eignarumráð framleiðslu-
tækjanna eru flutt úr höndum einstaklinganna yfir til
þjóðfjelagsheildarinnar, og rekin af henni með hagsmuni
aiþjóðar fyrir augum, eftir ákveðnu skipulagi framleiðsl-
unnar, með lýðrœðisstjórn og hagfrœðilegri og rjettlátri
skiftingu arðsins meðal manna“.
Með því að það er tæplega auðið í stuttri skilgreiningu
að gefa nákvæma lýsingu á höfuðhugtökum þjóðnýtingar,
ber nauðsyn til þess að skýra þetta hugtak nánar, svo
auðið verði að gera sjer Ijósa og ákveðna grein fyrir
inntaki þess. Þetta er þeim mun nauðsynlegra, að ekki
geti komist misskilningur að, þegar rætt er um þetta
merkilega mál, og afstaða tekin með eða móti þjóðnýt-
ingu.
Eignarjetturinn. Eftir skilgreiningu þeirri, er hjer að
framan getur, hefur þjóðnýting fyrst og fremst í för með
sjer breytingu á eignarjetti framleiðslutækjanna. Með þjóð-
nýtingunni færist þessi eignarjettur frá einkaeign auð-
valdseinstaklinganna yfir til þjóðfjelagsheildarinnar, en
þjóðfjelagsheild merkir alla íbúa ríkisins, jafnt til sjávar