Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 107
Rjettur] KOMMUNISMINN OG BÆNDUR 109
þar sem alt land var gert að þjóðareign og hið skilyrðislausa
jarðarafgjald afnumið með öllu, en meginhluti mismunarent-
unnar látinn renna í vasa hinna vinnandi bænda sjálfra, en
aðeins lítill hluti til ríkisins. Allar þessar ráðstafanir höfðu
það í för með sjer, að framleiðslan í landbunaðinum jókst
ákaflega á skömmum tíma og heldur enn áfram með risa-
skrefum. Nú hefur iðnaðurinn einnig tekið gífurlegum fram-
förum, svo ríkinu hefir verið mögulegt að verða við eftir-
spurnum bænda eftir iðnaðarafurðum, vjelum og verkfærum.
Pað er augljóst að öll þessi þróun miðar að auðsöfnun í
sveitunum. Og nú eru það ekki síst stórbændur (Kulak), sem
færast í aukana. — Nú er það áform valdhafanna í Rússlandi
að koma jafnaðarstefnunni í framkvæmd. Ýmsir andstæðingar
bolsjevikkanna halda því fram, að til þess sje ný bylting gegn
stórbændum nauðsynleg og í kommúnistaflokknum rússneska
hafa heyrst raddir sem ganga í svipaða átt.
Samdráttur auðmagnsins í hendur einstakra manna, hlýtur
að hafa í för með sjer aukna stjettabaráttu. En er þá slík
þróun ekki harla íhugunarverð í þjóðfjelagi þar sem komm-
únistaflokkur hefir forustuna? Er nokkurt vit í því frá sjónar-
miði atvinnumálanna að magna á móti sjer öfl, sem síðan
verður að bæla niður með valdi?
Vissulega er ekkert vit í því. Stjettabarátta er að vissu leyti
óhjákvæmileg, en þar sem hið vinnandi fólk hefur völdin,
verður að beina henni inn á þær brautir, að hún verði til
þess að efla atvinnulífið en ekki til niðurdreps. Höfuðviðfangs-
efnið er að beina samdráttarþróun auðmagnsins inn á sósíalis-
tískar brautir. Hver eru ráðin til þess?
Lenin sagði einhverntíma, að í Rússlandi væri kommúnistískt
þjóðfjelag = ráðstjórnarfyrirkomulag -þ raflagning sveitanna.
Og vart var hægt að hitta naglann betur á höfuðið. Sósíalistísk
samvinna meðal bændanna í Rússlandi er beinlínis nauðsynleg,
til þess að hægt sje að nota nýtísku aðferðir og koma upp
stórframleiðslu í landbúnaðinum. Og til þess er raflagning
sveitanna einnig nauðsynleg.
Hlutverk rússnesku kommúnistanna í landbúnaðarmálum er