Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 142
144 BARATTAN UM HEIMSYFIRRAÐIN [Rjettnr
þessu hafa þeir fengið 50 þús. gullmörk á mánuði í keisara-
legan atvinnuleysis styrk, en nú heimta þeir 4 konungshallir,
14 dýrmætustu byggingarlóðirnar í Berlín og Potsdam, um
250 þús. dagsláttur af landi og 30 miljón marka í gulli. Á
þetta fjelst prússneska stjórnin fyrir sitt leyti, og líka þeir í
henni, sem eru sósíaldemokratar.
Kröfur furstanna námu samtals á þriðja þús. milj. gullmarka.
Það var því engin furða þó þær vektu bitrustu gremju hjá
þeim hluta þjóðarinnar, sem verður harðast úti fyrir sköttum,
en það eru verkamenn, smábændur og smáborgarar.
Borgaraflokkarnir voru kröfunum hlyntir eða vildu semja
um þær. Sósíaldemokratarnir reyndu í fyrstu að semja við
borgaraflokkana um afstöðu þingsins í þessu máli. Kommún-
istaflokkurinn var sá eini, sem þegar í upphafi hóf ákveðna
baráttu gegn kröfunum og krafðist þess, að þær væru teknar
eignanámi undir ríkið endurgjaldslaust. Petta fjekk mikinn byr
hjá öllum lægri stjettum í landinu. Mikill hluti þeirra verka-
manna, sem annars fylgir sósíaldemokrötunum að málum, var
í þessu máli eindregið á bandi kommúnista. Fyrir harða að-
göngu þessara manna að foringjum sínum tókst kommúnistum
að fá sósíaldemokrata til þess að vera með í að Ieggja fram
frumvarp í þinginu, sem ákvað að þjóðaratkvæði skyldi skera
úr því, hvort eignir furstanna yrðu teknar endurgjaldslaust eða
samið skyldi um þær. Borgaraflokkarnir tryltust við frumvarp
þetta, en kommúnistar og sosíaldemokratar söfnuðu undirskrift-
um um alt landið undir áskorun um að láta þjóðaratkvæði
fram fara. Márgar miljónir kjósenda skrifuðu undir og að
lokum samþykti þingið að leggja málið undir úrskurð þjóðar-
innar. Til þess að þetta yrði samþykt þurftu 20 milj. kjósenda
að greiða atkvæði með því, hvort sem inargir eða fáir væru
á móti. Nú tóku borgaraflokkarnir, allir nema demókratar, —
sem ljetu sína menn sjálfráða — að agitera fyrir því, að menn
sætu heima og greiddu ekki atkvæði, því þeir voru með öllu
vonlausir um að hafa meiri hluta sín megin, ef allir greiddu
atkvæði. Eina ráðið var því fyrir þá að koma í veg fyrir að
svo margir færu á kjörstaðina, að 20 milj. atkvæða yrðu með