Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 109
Rjettur]
KOMMUNISMINN OG BÆNDUR
lll
samtökum, sem til eru meðal bænda, svo sem samvinnufjelög-
um, ungmennafjelögum, pólitískum flokkum og öðrum póli-
tískum og ópólitískum fjelagsskap, og beina stefnu þeirra eftir
því sem auðið er inn á brautir stjettabaráttunnar. í nýlendun-
um gera kommúnistar sitt ýtrasta til að safna bændum undir
merki hinna byltingasinnuðu frelsis- og þjóðernishreyfinga —
þar sem engin samtök eru eða lítil meðal smábænda, stofna
kommúnistar til slíkra, svo sem samvinnufjelaga og pólitískra
sambanda. Pó er ekki heppilegt að fjelagsskapur þessi taki á
sig mynd pólitísVra flokka með einskorðaðri stefnuskrá, heldur
sje hann hrein hagsbótasamtök, sem leitar bandalags og stuðn-
ings hjá öllum flokkum og pólitískum öflum, sem mega verða
bændum að liði í stjettabaráttunni fyrir bættum kjörum.
Haustið 1923 var stofnað til alþjóðasamtaka meðal komm-
únistískra bænda í Moskva og gefið nafnið »Aljíjóðaráð
bænda«. (»Rauða bændainternationale«). Fulltrúar frá 40 lönd-
um tóku þátt í stofnfundinum. Alþjóðaráðið gefur út blöð og
tímarit og fjölda bóka, sem fjalla um landbúnaðarmál. Síðast-
liðinn vetui kom það upp alþjóðlegri búnaðarvísindastofnun
í Moskva, sem hefur á hendi rannsókn landbúnaðarmála í
ýmsum löndum og útgáfu vísindarita um þau efni. Hefir
stofnun þessi nú þegar komið upp mjög verðmætu bókasafni.
Deildir hennar eru 5 og skifta verkum með sjer þannig: 1.
d. hefir á hendi búnaðarhagfræðilegar rannsóknir, 2. d. land-
búnaðarpólitík og löggjöf, 3. d. alþjóðahreyfing bænda, 4. d.
rannsókn rússnesku bændabyltingarinnar og 5. d. upplýsingar.
Margir ágætir vísindamenn um allan heim taka þátt í starfi
þessu.
Brynj. Bjarnason.