Réttur - 01.02.1926, Blaðsíða 80
82
UM ÞJÓÐNYTINGU
[Rjettur
gerð ein mishepnuð tilraun, til þess að koma á sameigna-
skipulagi, og leysa verkalýðinn (»fjórðu stjettina«) undan
áþján og oki. Pað var uppreistar- og samsæristilraun
Babeoufs árið 1796.
í byrjun 19. aldarinnar kemur fyrst til sögunnar hin
raunverulega jafnaðarstefna, er hefur það að stefnumarki
að afnema einkaeigna fyrirkomulag auðvaldsins, en koma
í þess stað á sameign þjóðfjelagsheildarinnar með skipu-
lögðum samvinnurekstri.
Þessi hreyfing í þjóðfjelagsmálunum á rót sína að rekja
til hugsjónafrömuða og mannvina, eins og Saint Simon,
Fouriér og Blanc í Frakklandi og Owen í Englandi. Pað
voru hin skaðlegu og illu áhrif auðvaldsins á verkalýðinn,
sem hafði sannfært þessa forvígismenn um nauðsyn á
gagngerðri breytingu atvinnulífsins, á grundvelli jafnaðar-
stefnunnar. Pessir forvígismenn þjóðfjelagsbreytinganna,
sem telja má einskonar fyrirrennara hinnar raunverulegu
og vísindalegu jafnaðarstefnu, leituðust við að afla hug-
myndum sínum fylgis með fögrum lýsingum á sam-
eignaríki framtiðarinnar, og komu þar fram með allskonar
hugmyndakerfi, meira og minna fjarstæð veruleikanum,
og gerðu jafnvel verklegar tilraunir til þess að stofna
fyrirmyndar sameignasamfjelög. En ekkert af þessu náði
þó fyllilega tilgangi sínum, bæði vegna þess, að öll þessi
hreyfing var all fjarri veruleikanum og hugmyndir for-
vígismannanna um stefnumark og starfsaðferðir óskýrar
og á reiki, og eins hitt, að mikið vantaði á, að fullnægt
væri nauðsynlegum skilyrðum fyrir þjóðnýtingu fram-
leiðslunnar.
Framleiðsluaðferð auðvaldsins var aðeins á byrjunar-
stigi, og varð, eins og hver önnur söguleg framleiðslu-
aðferð, að ná fullkomnun og þroska, til þess að í alvöru
væri hægt að ræða um afnám hennar og umskifti. Auk
þess voru verkamennirnir, sem leysa átti undan oki og
áþján auðvaldsins, enn þá of illa mentaðir, áhugalausir
og vanabundnir, til þess að hin nýja hugmynd og breyt-