Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 3

Réttur - 01.10.1949, Side 3
RÉTTUK 195 VIÐSKIPTIN í AUSTURVEG Siglingaleið íslands fram hjá kreppunni Ný viðskiptakreppa er að dynja yfir hinn minnkandi heim auð- valdsskipulagsins. Þeir, sem enn muna kreppuna 1931—34 hér á landi, vita hvað slík kreppa þýðir fyrir ísland: stöðvun framleiðsl- unnar, atvinnuleysi, kauplækkun og neyð. Öllu efnahagskerfi ís- lands mun liggja við hruni, ef ný kreppa, enn þá lengri og djúp- tækari en kreppan 1931, verður leidd yfir ísland. Nú vantar ekki framleiðslutækin hjá þjóðinni, nú eru togararnir ekki „ryðkláfar", gerðir út með tapi og aðeins 100 daga ársins, — nú eru þeir ný- sköpunartogarar og hafa verið gerðir út allt upp í 365 daga á ári. En það reynir á, hvort stjórnendur þjóðarinnar hafa vit og vilja á að stýra íslandi út úr þessari kreppu. Möguleikarnir til þess eru margfalt meiri en 1931, fyrst og fremst vegna þess, að sósíalism- inn er nú miklu sterkari og útbreiddari í heiminum en þá. En í þjóðfélögum sósíalismans er sem kunnugt er engin kreppa hugsan- leg. Sú vitfirring, að fólkið verði að svelta innan um allsnægtir matar, — og maturinn er samtímis eyðilagður, — er einkenni auð- valdsskipulagsins. í þjóðfélagi sósíalismans verður öll framleiðslu- aukning hins vegar til þess að bæta afkomu fólksins að sama skapi. Þess vegna er „markaður" alltaf óþrjótandi í þjóðskipulagi sósíal- ismans, en „markaðsvandræði" hins vegar það átumein auðvalds- skipulagsins, sem stöðvar efnahagslegar framfarir þess, veldur við- skiptastríðum auðvaldslandanna og kreppum auðvaldsþjóðfé- lagsins.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.