Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 28

Réttur - 01.10.1949, Side 28
220 RÉTTUR fyrstu árin, og lífið og sálin í félagsskapnum. Á fund- um félags þessa mun eigi allsjaldan hafa verið rætt um ísland og íslenzk málefni. Krohn hafði að sjálfsögðu snemma komið auga á hinn mikla þátt íslands í varð- veizlu norrænnar tungu og menningarerfða. Hann var enginn Danavinur, einbeittur andstæðingur Grundtvigs- hreyfingarinnar og hins gamla Skandinavisma. Var hann þeirrar skoðunar, að dýrkun sú á dönskum háttum og danskri menningu, sem mjög gætti þá enn í Norgegi, tefði fyrir menningarlegri og pólitískri upprisu þjóðarinn- ar. Afstaða hans til íslands var þveröfug. íslenzk tunga og fornmenning átti að verða Norðmönnum styrkur og hvatning, og orka til eflingar þjóðerniskenndinni. Ef til vill hefir að einhverju leyti legið að baki íslandsvin- áttu þessa ágæta manns og skoðanabræðra hans, óljós hugsun um ný stjórnmálatengsl milli hinna gömlu frænd- þjóða. En hafi svo verið, kunni Krohn að láta lítið á því bera. Af bréfum hans og öðrum gögnum verður það helzt séð, að afskipti hans af íslandsmálum séu fyrst og fremst hugsjónaeðlis. Hann gat eigi setið hlutlaus hjá er kosti ís- lands var þröngvað af öðru ríki, einmitt því ríki, sem hin norska þjóðernisbarátta og málstreita beindist gegn að verulegu leyti. Þessi hugsjónamaður í kaupsýslustétt stóð í bréfasam- bandi við Jón Sigurðsson, og er ekki að efa, að Jón hefur skrifað honum ýmislegt Um verzlunarástandið á íslandi og framvindu þeirra mála. Til er merkilegt bréf frá Henrik Krohn til Jóns Sigurðssonar, dagsett í Björg- vin 31. marz 1870. Þar skýrir bréfritari frá því, að hann hafi nú um skeið brotið mjög heilann um möguleika á verzlunarsambandi milli íslands og Noregs. Segir hann það hafa hvatt sig til frekari athafna, er hann fékk á liðnu ári bréf frá Þorsteini verzlunarmanni Egilssyni í Reykjavík, þar sem Þorsteinn stingur upp á því, að Björg- vinjarmenn stofni með sér félag til fiskveiða og verzlun-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.