Réttur


Réttur - 01.10.1949, Side 84

Réttur - 01.10.1949, Side 84
276 RÍTTUK til þess að rýra lífskjör alþýðunnar meir en dæmi eru til áð- ur. Allt hefur stefnt að þessu marki. Vegna fjötranna í atvinnu- lífinu og fjármálunum hefur atvinna minnkað mjög. Vegna fjötr- anna í viðskiptamálunum og hinna gífurlegu tollahækkana hefur verðlag hækkað úr öllu hófi og svartur markaður þróazt. Sam- tímis hefur kaupgjaldsvísitalan verið bundin með lögum og verð- lagsvísitalan fölsuð með kerfisbundnum aðgerðum stjórnarvald- anna. Þó er fjarri því, að ríkisstjórninni hafi tekizt að koma fram þeim kjararýrnunum, sem hún hafði fyrirhugað, vegna ein- beittrar andstöðu verkalýðsstéttarinnar undir forustu Sósíalista- flokksins, enda hefur alþýðan notið arfsins frá nýsköpunarárun- um í þessari varnarbaráttu sinni. Ríkisstjórnin hefur búið þannig í haginn, að holskefla geig- vænlegrar kreppu mun ríða yfir landið á næstu mánuðum, ef ekki verða farnar þær leiðir, sem Sósíalistaflokkurinn hefur bent á til að afstýra því. Horfurnar á afurðasölu til aðalviðskiptaland- anna, Vestur-Þýzkalands, Bretlands og Bandaríkjanna, eru hinar ískyggilegustu. Það tilefni mun verða notað til að hefja stór- fellda sókn gegn íslenzkri alþýðu til að rýra kjör hennar. Með þetta í huga var kosningunum til Alþingis lokið af í haust. — Líklegt er, að gengi íslenzku krónunnar verði fellt og þvingunar- lög gegn verkalýðssamtökunum sett samtímis, sem banna allar kauphækkanir. í kjölfar þeirra hörðu stéttarátaka, sem af því mundi leiða, má búast við fasistískum ráðstöfunum í sífellt ríkara mæli, afnámi mannréttinda og lýðréttinda. Samtímis má búast við vaxandi afskiptum Bandaríkjanna og auknum stríðsundir- búningi þeirna hér á landi. Miklar hættur eru nú framundan fyrir íslenzku þjóðina, fyrir lífskjör hennar og lýðréttindi, fyrir menningu hennar, sjálfstæði og tilveru. Heimsauðvaldið er nú í klóm kreppunnar og mun einskis látið ófreistað til þess að velta byrðum hennar yfir á smáþjóðirnar, og örvæntingarráðstafanir af þess hálfu eru hugsan- legar. En þingið vill leggja á það sérstaka áherzlu, að öfl sósíal- ismans og friðarins í heiminum eru sterkari. Þess vegna hefur íslenzka þjóðin nú möguleika, sem hún hefur aldrei haft áður,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.