Réttur - 01.06.1955, Síða 8
HALLDÓR KILJAN LAXNESS:
Ræða
flutt á fullveldisdaginn 1. desember 1955
„ /j fullveldisdaginn, sem jafnan hefur verið haldinn hátíðleg-
ur síðan 1918, sérstaklega af æskumönnum undir forusm
háskólastúdenta, er eðlilegt að á hugann leiti nokkrar spurníngar
um tilverurök þessarar norrænu eyþjóðar, sem lærðir útlendíngar
telja að búi á ystum takmörkum þess að lifað verði siðmenníngar-
lífi. Þessi minníngardagur stúdenta um fullveldi íslands er hald-
inn að upphafi hávetrar, á árstíma sem þessi hluti jarðhvelsins fer
að nálgast mestan skugga. Það útheimtist meira siðferðisþrek til
að svara spurníngum um tilverurök á degi með hörðum vindum
og þúngu skýafari, og næstumþví aungri dagsbirm, heldur en á
blíðum vordegi þegar alt leikur í lyndi.
En það er bót í máli á okkar dögum, að hugsa til þess að hér
var oft dekkra umhorfs í inngáng jólaföstu heldur en nú. Hér stóðu
áður í dölum og með ströndum fram lág torfhróf eða moldar-
bíngir í stað húsa á víð og dreif, með næstumþví aungvum ljós-
um á þessum tíma árs utan ósýnilegu ljósi fornsögunnar í brjósti
þjóðarinnar. Það hefur aldrei verið bjartara hið ytra í íslenzku
skammdegi en á okkar tíð.
Island hefur, einsog er, tækni á valdi sínu til jafns við fiest
önnur lönd, og jafnvel meiri en þau lönd sumhver, sem liggja
við suður á heimskrínglunni, lönd þar sem vitrum útlendíngum
hefur virst náttúrlegt að siðmenníng yxi af sjálfu sér einsog blóm.
Alþjóðleg tækni heimsins hefur flutt okkur siðmenníng híngað.
En það má ekki fara að ímynda sér að sú alþjóðleg tækni sem hefur