Réttur


Réttur - 01.06.1955, Page 21

Réttur - 01.06.1955, Page 21
JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR: Hvað tefur þig bróðir? Hvað tefur þig bróðir? Á tindunum sólskinið logar. Af tárum er risin sú glóð. En smánin í blóði mér brennur. Þú veizt hvað sá lieitir, sem bregzt sínu landi og þjóð. Þú veizt hvað ég meina, þvi moldin og steinarnir hrópa. Ó, mundu þau dómsorðin hörð. Þú verður að má þennan blett, því að böm okkar vaxa. Þeim ber þessi hrjóstruga jörð. Við þekktum það fyrri að reimt var á Reykjanesskaga, en ræðum nú færra um það. Hvað veldur því, bróðir, að vangi þinn roðnar af blygðun ef varirnar nefna þann stað? Og nær urðu Þórshöfn og Aðalvík ógæfustaðir? Hver átti að standa þar vörð? Og Homafjörð manstu. Er helgi þíns lands ekki flekkuð? Og hver hefur svívirt þá jörð?

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.