Réttur


Réttur - 01.06.1955, Side 35

Réttur - 01.06.1955, Side 35
BRYNJÓLFUR BJARNASON: Innlend víðsjá Verkföllin miklu 1955 1 síðustu Víðsjá er greint frá undirbúningi verkalýðsfé- laganna undir meiriháttar kjarabaráttu. 22 félög sögðu upp samningum frá 1. marz að telja. En félögin létu ekki koma til verkfalls fyrr en 18. marz og vildu þannig gefa atvinnu- rekendum tækifæri til að semja án þess að til vinnustöðv- unar þyrfti að koma. Frestur sá sem verkalýðsfélögin gáfu til samninga var ekki notaður af hálfu atvinnurekenda, og ríkisstjórnin sýndi engan lit á að koma á sáttum. Lýst var yfir því að engar kauphækkanir kæmu til greina og duldist engum að fyrirhugað var að láta kné fylgja kviði gegn verkalýðssam- tökunum og spara ekkert til. Verkfallið hófst því 18. marz. Tóku þátt í því 14 verka- lýðsfélög í Reykjavík með 7300 félagsmönnum, en síðan bættist Verkamannafélag Akureyrar í hópinn. Alþýðusambandið lét gera hagfræðilega útreikninga um breytingu á kaupmætti launanna frá árinu 1947. Niðurstað- an var sú að kaupmátturinn hefði rýrnað um nærri 17% miðað við verðlag þeirra vara er vísitala er reiknuð eftir, að undanskilinni húsaleigu. Til þess að vega þetta upp hefði kaupgjald þurft að hækka um 20%. Þegar tillit er tekið til hinna taumlausu hækkana á 'húsaleigu á þessu tímabili, hefði hækkunin þó þurft að vera miklu meiri. Kaupkröfur verkamanna voru því allháar og miðaðar við

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.