Réttur


Réttur - 01.06.1955, Page 40

Réttur - 01.06.1955, Page 40
168 RÉTTTJR saman, til þess að tryggja byggðum Mið-Vesturlands næga raforku. Að þegar verði hafin virkjun Efri-Sogsfossa til að full- nægja hraðvaxandi raforkuþörf Suðvesturlands. Að orkuverin norðanlands verði tengd saman og véla- kostur þeirra aukinn, til þess að þegar virkjað afl þessara orkuvera notist til fulls. III. Ýmis hagsmima- og réttindamál verkalýðsins og verkalýðssamtakanna 1. Breytt verði gagngert um stefnu í húsnæðis- og hús- byggingamálum, þannig að íbúðahúsabyggingar og leiga íbúðarhúsnæðis lendi ekki í braski, eins og nú á sér stað, heldur séu byggingar íbúða miðaðar við þarfir almennings, og gróðasjónarmið milliliða verði útilokuð. Stefnt skal að því að gera mönnum kleift að fá sómasam- legar íbúðir til umráða fyrir 10% af mánaðarlaunum sín- um, og sé vaxtaafsláttur gefinn barnmörginn f jölskyldum. Að því takmarki sé stefnt að útrýma óhæfu íbúðarhúsnæði í sveitum og við sjó á næstu f jórum árum. 2.1 sambandi við lagasetningu um atvinnuleysistrygging- ar séu verkalýðssamtökunum tryggð full umráð yfir vörzlu og ávöxtun atvinnuleysissjóðanna í bönkum og sparisjóð- um, og njóti lán til byggingar verkamannabústaða for- gangsréttar. Verkalýðssamtökin skulu hafa meirihluta í stjórn bygg- ingasjóðs verkamanna — eins og bændasamtökin hafa meirihluta í stjórn Byggingar- og landnámssjóðs. 3. Komið verði á lagasetningu um rekstursráð stórra at- vinnufyrirtækja á líkum grundvelli og nágrannaþjóðir okk- ar á Norðurlöndum hafa komið á hjá sér. 4. Tryggingalöggjöfin verði vandlega endurskoðuð og endurbætt. 5- Ríkissjóður leggi fram stofnfé til verkalýðsskóla og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.