Réttur - 01.01.1959, Page 8
8
R É T T U P.
standa í stað öldum saman, draumurinn um það að vísindin leystu
mannkynið úr fátækt og fáfræði yrði að engu. Meðstarfsmenn
þeirra Joliot-Curie hjónanna voru þeim fyllilega sammála í
þessu. Frakkland hafði einu sinni lýst upp heiminn með kyndli
skynseminnar; átti nú siðleysi nazistanna að ná yfirráðum í heim-
kynni Voltairs?
Frédéric Joliot-Curie brýndi það fyrir frönsku ríkisstjórninni
að hún yrði að komast yfir allt það „þunga vatn" sem Rjúkan
hafði yfir að ráða svo það lenti ekki í höndum þýzkra hershöfð-
ingja. I. G. Farben Industrie, þýzki iðnaðarefnahringurinn, mundi
ekki láta neins ófreistað að ná í þann fjársjóð í þeim tilgangi að
láta upp úr kjarnorkutilraununum rísa undravopnið sem tryggði
þeim sigur í styrjöldinni.
Svar frönsku stjórnarinnar við til tilmælum Joliot-Curie var æði
furðulegt. Báðir nánustu samstarfsmenn hans, eðlisfræðingarnir
Halban og Kowarski, voru reknir í útlegð frá París. Þeir voru
útlendingar og því tortryggilegir í augum lögreglunnar sem áleit
að þeir mundu selja Hitler atómleyndarmálið. Blinduð af for-
dómum og vantrú á þjóðinni hélt ríkisstjórnin að hún gæti háð
styrjöld við Hitler án þess að glæða hinn andfasistíska anda hjá
her og þjóð. Vissi hún ekki að fimmtu herdeildar Hitlers var að
leita í forstjóraskrifstofum þungaiðnaðarins og hjá yfirráðamönn-
um fjármagnsins? Við þessari spurningu fengu starfsbræður hinna
handteknu vísindamanna ekkert svar.
Höfuðsmaður í leyniþjónustunni var sendur til Noregs til að
framkvæma uppástungu Joliot-Curie: að tryggja Frakklandi
þunga vatnið. Hinn 12. marz 1940, nokkrum dögum fyrir innrás
nazista í Noreg, stóðu tvær flugvélar saman á flugvellinum í
Osló tilbúnar til flugs. Rétt áður en þær hófu sig á loft brunaði
leigubíll inn á milli þeirra. Farþegi bar tvær þungar töskur inn
í aðra flugvélina og báðar vélarnar lögðu af stað. Onnur tók
stefnu á Amsterdam, hin hélt til Skotlands. Enginn vissi í hvorri
flugvélinni leyndust tvær töskur með 165 kílóum af þungu vatni.
Þýzka leyniþjónustan sendi hraðskeyti til Luftwaffe, þýzka loft-
hersins, sem neyddi Amsterdamflugvélina til að lenda í Hamborg.
En á samri stundu var „þunga vatnið" komið til Skotlands og