Réttur


Réttur - 01.01.1959, Page 12

Réttur - 01.01.1959, Page 12
12 E É T T U R Hann hafði fulla ástæðu til að vera ánægður með verk sitt. Strax eftir stríðslok var kjarnorkustofnun sett á laggirnar með það fyrir augum að samhæfa allar tilraunir með kjarnorku. For- stjóri stofnunarinnar var skipaður sá maður sem mest var að þakka þekking vísindanna á tengiviðbrögðum. Fyrsta sporið var stigið innfyrir tjald nýrrar aldar. Sem forstjóri kjarnorkustofnunarinnar átti Joliot-Curie sæti í atómnefnd Sameinuðu þjóðanna. Honum var það ekki sársauka- laust að komast að raun um það hvernig stjórnmálamenn hugsa. Vonir mannkynsins höfðu verið miklar þegar sigrazt var á þýzka hernaðarandanum, aðeins fáein ár voru liðin síðan barizt var, ýmist á vígvelli eða í svartnætti hernáms, gegn óvini mannkynsins. Þó lifnaðarhættir manna og hugsanir væru ólík þráðu þeir sameig- inlega varanlegan frið. Og nú? Þessar miklu vonir hafði kalið í stormi kalda stríðsins sem virtist vera forboði nýrrar heimsstyrjaldar. Gat viðkvæmt hjarta og hugsandi heili verið hluttekningarlaus andspænis slíkri hættu? 80000 mannslífum hafði sprengjan í Hírósíma útrýmt. Ostjórn- legum krafti hafði verið beitt til eyðileggingar í staðinn fyrir að hagnýta hann í þágu mannkynsins. Slíkur var ekki draumurinn í Stokkhólmi. Eðlisfræðingurinn vinnur með mælanlegum stærðum, en þessi vísindamaður fann einnig til hins ómælanlega þunga samvizk- unnar, auk þess var hann maður framkvæmda. Mannkynið var komið inn á hliðarspor. Hann sá af skarp- skyggni sinni bæði tindinn og hyldýpið. Hann vissi að eftir þetta hlutu styrjaldir að breyta um svip. Hann vissi að sumar afleiðing- ar kjarnorkustríðs voru ósýnilegar fyrr en eftir nokkur ár en birt- ust þá í fæðingu vanskapaðra barna, kannski í milljónatali, eyði- leggingu uppskeru jarðar og óþekktum sjúkdómum. Hann gat líka hugsað sér gullöldina sem á einni mannsævi væri þess um- komin að breyta eyðimörkum í akra, flytja fjöll, ráða veðri, upp- ræta ólæknandi sjúkdóma og takmarka strit manna. Kjarnorkan getur breytt jörðinni í helvíti eða paradís.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.