Réttur - 01.01.1959, Qupperneq 22
22
R É T T U R
slík viðleitni að tálma því, að takast megi að draga úr ýfingum
milli þjóða, getur aðeins leitt af sér ófarnað þeirra, er að slíkri
skemmdarstarfsemi standa, því að þjóðirnar munii ekki veita
þeim neinn stuðning.
Vér lifum á tímum, er mannkynið sœkir fram tröllauknum
skrefum, og vér höfum ekki aðeins fyrir augum hraða þróun
iðnaðar, vísinda og tækni, heldur einnig mjög skjótar breyt-
ingar á pólitísku svipmóti stórra svæða jarðar. Þjóðir, sem áð-
ur voru aftur úr, brjótast úr fjötrum nýlendudrottnunar, og ný
sjálfstæð ríki koma upp, þar sem áður voru nýlendur eða hálf-
gildings nýlendur. Leyfið mér að bera fram mínar allra hjart-
anlegustu kveðjur tii fulltrúa þessara ríkja, sem í þessum sal
eru staddir. (Lófatak).
Jafnframt ber að játa það, að ekki eiga allar þær þjóðir, sem
rétt hafa til þess, fulltrúa hér á þingi Sameinuðu þjóðanna, enn
sem komið er. Eins og allar aðrar frjálshuga þjóðir æskja þjóðir
Ráðstjórnarríkjanna þess af alhug, að gifta megi fylgja baráttu
þeirra þjóða, sem enn eru háðar nýlendudrottnun, en stríða nú
af eldmóði fyrir frelsi sínu og lausn undan nýlendukúguninni.
Síðustu vígi hins úrelta nýlenduskipulags eru nú sem óðast
'að hrynja, og er þetta eitt af megineinkennum vorra tíma.
Líti maður á landabréf Asíu og Afríku, blasa við dæmi þess,
hversu hundruð milljóna brjótast nú undan aldagamalli erlendri
kúgun og arðráni.
Síðari tíma kynslóðir munu minnast með djúpri virðingu
hetjuskapar þeirra, sem stjórnuðu baráttunni fyrir sjálfstæði
Indlands og Indónesíu, Arabaríkjasambandsins og íraks, Ghana,
Gíneu og enn fleiri rikja, alveg eins og þjóð Bandaríkjanna
heiðrar nú minningu Georgs Washingtons og Tómasar Jeffer-
sons, sem voru forystumenn hennar í baráttu hennar fyrir
sjálfstæði sínu.
!Ég tel nauðsynlegt að taka það fram hér, úr þessum ræðú-
stóli Sameinuðui þjóðalnna, að allar þær þjóðir, hvar sem eru
í heiminum, sem verja frelsi sitt og sjálfstæði, eiga vísa ein-
læga samúð og fyllsta skilning af hálfu Ráðstjórnarríkjanna.
Það er skoðun mín, að þessi vor afstaða sé fyllilega samkvæm
meginatriðunum í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, en hún grund-
vallast einmitt á viðurkenningu á rétti þjóðanna til frjálsrar
og óháðrar tilveru og þróunar.
Hvaða samtökum stæði það nær en Sameinuðu þjóðunum að
rétta hinum nýfrelsuðu þjóðum hjálparhönd og tryggja óum-
deilanlegan rétt þeirra til að ráða örlögum sínum og lífsháttum
án nokkurrar nauðungar eða íhlutunar af hálfu annarra þjóða?