Réttur


Réttur - 01.01.1959, Page 28

Réttur - 01.01.1959, Page 28
28 B É T T TJ R til þess að tryggja þjóðinni allsnægtir fæðis, klæða, húsnæðis o.s.frv. En á meðan vígbúnaðarkeppni á sér stað, getum við ekki einbeitt okkur þannig að friðsamlegum framkvæmdum án þess að tefla í hættu sjálfum lífshagsmunum fólksins, það er að segja öryggi lands og þjóðar. Allar þjóðir þarfnast friðar. Eftir að síðari heimstyrjöldin var um garð gengin, lagði ráðstjórnin ákveðnar afvopnunartillög- ur fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Við lögðum til, að kjarnorku- vopn yrðu bönnuð með öllu, dregið yrði til muna úr herstyrk og vopnabúnaði og hernaðarútgjöld skorin niður. Enn fremur lögðum við til að lagðar yrðu niður allar herstöðvar í annarra þjóða löndum og að öll ríki kveddu heim hersveitir, er þau hefðu utan landamæra sinna. Vilja okkar til að leysa úr afvopnunarvandamálinu höfum við sannað í verki, og eigi aðeins í orði kveðnu. Hvað eftir annað hafa Ráðstjórnarríkin að eigin frumkvæði stigið raunhæf skref að því markmiði að binda endi á vígbúnaðarkeppnina og ná raunverulegu samkomulagi um afvopnun. Þegar að heimstyrjöld- inni lokinni létu Ráðstjórnarríkin fram fara víðtæka niður- færslu á herstyrk sínum. Ráðstjórnarríkin hafa lagt niður allar herstöðvar, er þau höfðu á annarra þjóða landsvæðum eftir síðari heimsstyrjöldina. Yður mun reka minni til þess, að á fáeinum undanförnum árum hafa Ráðstjómarríkin fækkað í her sínum um rúmlega tvær milljónir manna, og hafa þau gert þetta með einhliða á- kvörðun. Herliði Ráðstjórnarríkjanna á landsvæði Austurþýzka lýðveldisins hefur verið fækkað til muna, og allar sovézkar her- sveitir hafa verið kvaddar heim frá Rúmenska alþýðulýðveld- inu. Við höfum auk þess framkvæmt allverulegan niðurskurð á hernaðarútgjöldum. Árið 1958 tóku Ráðstjórnarríkin það upp hjá sjálfum sér að hætta tilraunum með kjarnorku- og vetnisvopn í þeirri von, að hin veldin myndu fylgja þessu göfuga fordæmi. Því miður reyndist þetta tálvon. Nú hefur ráðstjórnin afráðið að hefja ekki aftur kjarnorkusprengingar, ef vesturveldin gera það ekki held- ur. Því aðeins, að vesturveldin taki að nýju upp kjarnorku- vopnatilraunir, munu Ráðstjórnarríkin telja sig laus af þessari skuldbindingu. Afvopnunarvandamálið hefur nú verið til umræðu í 14 ár inn- an samtaka Sameinuðu þjóðanna og á öðrum alþjóðaráðstefnum, en þó hefur ekki enn orðið neinn raunverulegur árangur að þessum umræðum. Hverju sætir þetta? Ég ætla ekki að fara að rifja upp liðna atburði eða rannsaka orsakir þeirra erfiðleika og J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.