Réttur - 01.01.1959, Síða 28
28
B É T T TJ R
til þess að tryggja þjóðinni allsnægtir fæðis, klæða, húsnæðis
o.s.frv. En á meðan vígbúnaðarkeppni á sér stað, getum við ekki
einbeitt okkur þannig að friðsamlegum framkvæmdum án þess
að tefla í hættu sjálfum lífshagsmunum fólksins, það er að
segja öryggi lands og þjóðar.
Allar þjóðir þarfnast friðar. Eftir að síðari heimstyrjöldin var
um garð gengin, lagði ráðstjórnin ákveðnar afvopnunartillög-
ur fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Við lögðum til, að kjarnorku-
vopn yrðu bönnuð með öllu, dregið yrði til muna úr herstyrk
og vopnabúnaði og hernaðarútgjöld skorin niður. Enn fremur
lögðum við til að lagðar yrðu niður allar herstöðvar í annarra
þjóða löndum og að öll ríki kveddu heim hersveitir, er þau
hefðu utan landamæra sinna.
Vilja okkar til að leysa úr afvopnunarvandamálinu höfum við
sannað í verki, og eigi aðeins í orði kveðnu. Hvað eftir annað
hafa Ráðstjórnarríkin að eigin frumkvæði stigið raunhæf skref
að því markmiði að binda endi á vígbúnaðarkeppnina og ná
raunverulegu samkomulagi um afvopnun. Þegar að heimstyrjöld-
inni lokinni létu Ráðstjórnarríkin fram fara víðtæka niður-
færslu á herstyrk sínum. Ráðstjórnarríkin hafa lagt niður allar
herstöðvar, er þau höfðu á annarra þjóða landsvæðum eftir
síðari heimsstyrjöldina.
Yður mun reka minni til þess, að á fáeinum undanförnum
árum hafa Ráðstjómarríkin fækkað í her sínum um rúmlega
tvær milljónir manna, og hafa þau gert þetta með einhliða á-
kvörðun. Herliði Ráðstjórnarríkjanna á landsvæði Austurþýzka
lýðveldisins hefur verið fækkað til muna, og allar sovézkar her-
sveitir hafa verið kvaddar heim frá Rúmenska alþýðulýðveld-
inu. Við höfum auk þess framkvæmt allverulegan niðurskurð
á hernaðarútgjöldum.
Árið 1958 tóku Ráðstjórnarríkin það upp hjá sjálfum sér að
hætta tilraunum með kjarnorku- og vetnisvopn í þeirri von,
að hin veldin myndu fylgja þessu göfuga fordæmi. Því miður
reyndist þetta tálvon. Nú hefur ráðstjórnin afráðið að hefja ekki
aftur kjarnorkusprengingar, ef vesturveldin gera það ekki held-
ur. Því aðeins, að vesturveldin taki að nýju upp kjarnorku-
vopnatilraunir, munu Ráðstjórnarríkin telja sig laus af þessari
skuldbindingu.
Afvopnunarvandamálið hefur nú verið til umræðu í 14 ár inn-
an samtaka Sameinuðu þjóðanna og á öðrum alþjóðaráðstefnum,
en þó hefur ekki enn orðið neinn raunverulegur árangur að
þessum umræðum. Hverju sætir þetta? Ég ætla ekki að fara að
rifja upp liðna atburði eða rannsaka orsakir þeirra erfiðleika og
J