Réttur


Réttur - 01.01.1959, Page 36

Réttur - 01.01.1959, Page 36
36 R É T T U R gerir ákvarðanir um, svo að varðveizla friðarins megi verða sem bezt tryggð. Það er æskilegra, að stórveldin komi sér sam- an um ákvarðanir þær, er gera skal, en vopnin verði látin skera úr um deilumálin. Herrar mínir, ég hef nú leitazt við að setja fram í fullri hreinskilni nokkrar hugmyndir, að því er varðar stöðu al- þjóðamála svo og skilning okkar á hlutverki samtaka Samein- uðu þjóðanna. Við efumst ekki um, að tillögur þær, er við höfum lagt fram í umboði ráðstjórnarinnar, muni eiga samúð að fagna af hálfu meirihluta íbúanna í sérhverju landi heims svo og fulltrúa þeirra, sem hér eru saman komnir. Ég vil fullvissa Allsherjarþingið um, að þar sem Ráðstjórnar- ríkin eru, munu samtök Sameinuðu þjóðanna hér eftir sem hingað til eiga sér aðildarríki, sem taka mun af fyllsta áhuga þátt í viðleitni þeirra að létta af mannkyninu vígbúnaðarbyrð- inni og tryggja frið í heiminum. Þakka yður, herrar mínir, fyrir gott hljóð. (Ákaft lófatak). YFIRLÝSING RÁÐSTJÓRNARINNAR Almenn og alger afvopnun er leiðin til að létta af mannkyninu ógnum styrjalda Það hefur lengi verið þrá mannkynsins, að ríkjum heims mætti auðnast að ná samkomulagi um afvopnun og eyðileggingu her- gagna. Þjóðaleiðtogar og stjórnmálamenn, svo og stjórnmálaflokk- ar þeir, sem tengdastir voru verkalýðsstéttinni fyigdu fram og börðust fyrir afvopnunarkröfunni, löngu áður en plágur heims- styrjaldanna dundu yfir mannkynið. Allar þjóðir, stórar og smáar og hvert sem þjóðfélagsskipulag þeirra er eða lífshættir, myndu hafa hag af því, að samningar tækjust um raunverulega afvopnun. Sú þjóð er ekki til á vorum dögum, að hún sé ekki þjökuð af kvíða vegna vígbúnaðarkeppn- innar, er nú tekur langt fram öllu, er áður hefur þekkzt, einkum að því er varðar banvænustu vopnin og gereyðingartækin. Þjóðir heims eiga enga ósk heitari en þá, að takast megi að stöðva þessa samkeppninni, sem felur í sér svo geigvænlega hættu, að því er framtíð mannkynsins varðar. Vígbúnaðaræðið er í hugum manna búið að taka á sig mynd nokkurskonar meinvættar, sem ávallt er fyrirboði styrjaldar. Svo var, þegar sótthiti vígbúnaðarkeppninnar var að toga heiminn skref fyrir skref út í fyrri heimsstyrjöldina. Og hið sama var uppi á teningnum á fjóða tug aldarinnar, þegar kjörorðið „Fallbyssur heldur en brauð“ var haft uppi í ýmsum löndum og búið var að troðfylla hergagnabúrin enn að nýju. Það er öllum kunnugt, hvað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.