Réttur - 01.01.1959, Page 101
R É T T U K
101
bandalagsins til að fjalla um landhelgismálið," eins og
Morgunblaðið orðaði það í stórri og fagnandi frétt 2. sept-
ember, daginn eftir að Bretar hófu árás sína á íslendinga,/
og í fréttinni var bætt við: „Umræðugrundvöllur verði að
vera tillaga Bandaríkjanna á Genfarráðstefnunni.“
Hvað vildi Sjálfstæðisílokkurinn?
Og Sjálfstæðisflokkurinn fór ekkert dult með það hver
tilgangurinn væri með því að skjóta landhelgismálinu til
Atlanzhafsbandalagsins. 1. september, daginn sem árás
Breta hófst, sagði Bjarni Benediktsson aðalritstjóri Morg-
unblaðsins í Reykjavíkurbréfi sínu:
„Einmitt vegna þess að innan Atlanzhafsbandalagsins
eru saman komnir flestir andstæðingar okkar í land-
helgismálinu er þar sérstakt tækifæri til að ræða málið
og ráða því til lykta á skynsamlegan hátt.“
Aftur og aftur kom það fram í Morgunblaðinu að tilgang-
urinn með þessari tillögu væri sá að semja við andstæðinga
okkar um sjálfa stærð landhelginnar. Þannig sagði blaðið
í forustugrein 16. nóvember 1958:
„Eins og komið hefur fram í fréttum gerði Ólafur
Thors það að tillögu sinni, að Islendingar færu þess á
leit að kallaður yrði saman fundur æðstu manna Atl-
anzhafsbandalagsins til þess að fjalla um þetta mikla
mál. 1 því sambandi lagði Ólafur Thors áherzlu á, að
hér væri eklti eingöngu um að ræða landlielgismörkin
sjálf, heldur þann voða sem íslenzkum sjómönnum væri
búinn í sambandi við gæzlu landhelginnar. . . Á þetta
lágði Ólafur Thors áherzlu, þannig að það er, eins og
áður er vikið að, ekki eingöngu sjálf landhelgislínan sem
um er að ræða.“
Það er meira að segja kunnugt um hvað ráðamenn
Sjálfstæðisflokksins vildu semja. 1 svarræðu til Lúðvíks
Jósepssonar á Alþingi 10. nóvember 1958 sagði Ólafur
Thors: