Réttur - 01.01.1959, Page 122
122
R É T T U P
nefnd fram formlega tillögu um það að Alþingi lýsti yfir
því að ekki yrði samið um neitt fráhvarf frá 12 mílna
landhelginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu-
flokksins tóku þeirri tillögu mjög fálega. Báru þeir öllu
við, og sérstaklega beittu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
sér gegn því að nefndar væru 12 mílur í slíkri tillögu, held-
ur yrði orðalag hennar að vera jafn óljóst og ályktun lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins.
Alþýðubandalagið gerði þessa afstöðu fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins og Alþýðuflokksins opinbera og vakti hún
mikla athygli og reiði um land allt. Jafnframt var haldið
áfram að reyna að knýja ráðamenn þessara flokka til
samkomulags, og að lokum hótuðu þingmenn Alþýðu-
bandalagsins því að bera tillöguna fram einir á þingi og
láta þjóðina alla dæma um afstöðu flokkanna. Tókst þá
að lokum samkomulag hálfum þriðja mánuði eftir að til-
lagan var upphaflega flutt.
Yfirlýsing Alþingis var samþykkt einróma 6. maí 1959
og var hún á þessa leið:
„Sameinað Alþingi ályktar að mótmæla harðlega
brotum þeim á íslenzkri fiskveiðilöggjöf, sem brezk
stjórnarvöld hafa efnt til með stöðugum ofbeldisaðgerð-
um brezkra herskipa innan islenzkrar fiskveiðiland-
helgi, nú nýlega hvað eftir annað jafnvel innan f jögurra
mílna landhelginnar frá 1952. Þar sem þvílíkar aðgerð-
ir eru augljóslega ætlaðar til að knýja Islendinga til und-
anhalds, lýsir Alþingi yfir, að það telur Island eiga ó-
tvíræðan rétt til 12 mílna fiskveiðilandhelgi, að afla beri
viðurkenningar á rétti þess til landgrunnsins alls svo
sem stefnt var að með lögunum um vísindalega verndun
fiskimiða landgrunnsins frá 1948, og að ekki komi til
mála minni fiskveiðilandhelgi en 12 mílur frá grunnlín-
um umhverfis landið.“
Þar með hafði Alþingi Islendinga — loksins — lýst yfir
því að stækkun landhelginnar í 12 mílur væri lágmarksað-
gerð af hálfu íslendinga, um 12 mílurnar yrði ekki samið