Réttur - 01.01.1959, Page 130
130
R É T T U R
ast fyrst í stað engar meiriháttar breytingar, en þegar það hef-
ur náð vissu hitastigi, tekur það að breytast í gufu; hér verður
skyndileg eðlisbreyting. Sama máli gegnir um líffræðilegar
stökkbreytingar, og síðast en ekki sízt þjóðfélagsbyltingar. En
að því komum við nánar síðar.
Mikilvægasti ávöxtur hinnar dialektísku rannsóknaraðferðar
er söguskoðun marxismans — hin sögulega efnishyggja. Marx
er sá fyrsti, sem gefur sagnfræðinni vísindalegan grundvöll,
áður höfðu efnishyggjumenn ekki hirt um að beita kenningum
sínum á þjóðfélagið — a.m.k. ekki til hlítar — heldur látið
sér þar nægja skýringar hughyggjunnar. Hreyfiafl sögunnar
voru eftir því „nýjar hugsanir”, sem náðu tökum á mannkyn-
inu, en hvaðan þessar hugsanir komu, var óleyst vandamál.
I hverju er þá hin sögulega efnishyggja fólgin? Fyrsta grund-
vallarsetning hennar er sú, að þróun þjóðfélagsins stjórnist af
hlutlægum lögmálum, sem hægt sé að finna með vísindalegri
rannsókn, en sé ekki stjórnlaus keðja af eintómum tilviljunum
En hvar á þá að leita þessara lögmála? Sumir heimspekingar
(t.d. Oswald Spengler) hafa litið svo á, að þessi lögmál liggi
ekki í gerð þjóðfélagsins sjálfs, heldur séu þau utanaðkomandi
afl, eins konar forlög. sem þjóðfélagið af einhverjum dularfull-
um ástæðum verði að lúta. Það er augljóst mál, að sé þessari
skoðun framfylgt út í yztu æsar, er hún afturhvarf til trúar-
bragðanna.
Sjónarmið marxismans er allt annað. Hann er engin forlaga-
trú, heldur leitar hann lögmála þjóðfélagsins í undirstöðu þess
sjálfs. Og undirstaða og frumskilyrði þess er framleiðslan. „Að-
ur en mennirnir fara að sökkva sér niður í heimspekilegar hugs-
anir, verða þeir að eta og drekka", segir Engels einhvers staðar.
Með öðrum orðum: þjóðfélagið verður fyrst að framleiða allar
lífsnauðsynjar, önnur viðfangsefni geta svo fylgt á eftir. Fyrsta
og fremsta verkefni söguvísindanna verður því að uppgötva
lögmál framleiðslunnar. Aðferðir mannanna til að afla sér
lífsnauðsynja og skipta þeim með sér, nefnum við framleiðslu-
hætti. En í þeim má greina tvo þætti. I fyrsta lagi eru það
framleiðsluöflin — þ.e.a.s. annars vegar verkfæri, vélar, sam-