Réttur - 01.01.1959, Blaðsíða 132
132
R É T T U R
eftir því sem tæknin tók framförum, fóru menn að geta fram-
leitt meira en þeim var brýn nauðsyn að neyta, og verkaskipt-
ing færðist í vöxt innan þjóðfélagsins, þannig að einstaklingarn-
ir störfuðu meira upp á eigin spýtur en áður. Undir þessum
kringumstæðum var sameign óeðlileg og óheppileg •— hún
leið því undir lok, en einkaeign kom í staðinn. Jafnframt þessu
tóku menn að setja hertekna óvini til vinnu, í stað þess að drepa
þá, eins og áður hafði verið gert. Þannig varð til það þjóðfélag,
sem byggist á þrælahaldi — eignarrétti yfirstéttarinnar á bæði
framleiðendum og framleiðslutækjum. En síðar meir kom að
því, að þetta skipulag varð úrelt — ný framleiðsluöfl kröfðust
þess, að hinn vinnandi maður væri á hærra menningarstigi og
hefði meiri áhuga fyrir vinnu sinni en þrælarnir höfðu haft.
Þá kom upp lénsskipulagið — eignarréttur aðaismanna á höfuð-
framleiðslutækjunum og takmörkuð yfirráð þeirra yfir framleið-
endunum. Innan þessa skipulags uxu nú upp nýjar atvinnu-
greinar, handverk og iðnaður, sem brátt rákust á við það. Iðn-
aðurinn krafðist þess, að framleiðendurnir væru á hærra menn-
ingarstigi og hefðu meiri kunnáttu til að bera en hinir ánauðugu
bændur, og til þess að hann fengi vinnuafl eftir þörfum, varð
að létta af almenningi höftum lénsvaldsins. Kapítalisminn tók
við af lénsskipulaginu. Höfuðeinkenni hans er 1) að nú eru
verkamenn að nafninu til orðnir frjálsir og jafnréttháir atvinnu-
rekendum og 2) að vinnan verður félagsleg í ríkari mæli en
nokkru sinni áður. Þetta síðarnefnda er í augljósri mótsögn
við eignarrétt einstaklinga á framleiðslutækjunum — mótsögn,
sem kemur fram í sífellt harðvítugri kreppum og takmarkaðri
nýtingu á framleiðslugetunni. Og þessi mótsögn verður aðeins
leyst með því að gjörbreyta skipulaginu og koma á sósíalisma.
En nú vaknar sú spurning, hvort þessi þróun hafi gerzt alger-
lega meðvitað og samkvæmt áætlun, eða hvort þar sé um að
ræða lögmál, sem verki óháð vilja og vitund mannanna. Við
nánari athugun sést, að hér er um hið síðarnefnda að ræða, og
liggja til þess tvær meginorsakir. I fyrsta iagi eru mennirnir
ekki sjálfráðir um val framleiðsluhátta sinna, þeir verða að
byggja á þeirri tækni og kunnátm til verka, sem þeir taka í