Réttur


Réttur - 01.01.1960, Page 30

Réttur - 01.01.1960, Page 30
30 R E T T U R Aldrei áður hafði íslenzkur höfundur gengið að bókmennta- starfi með skýrara takmarki en Gestur. Hann hafði nýjustu bók- menntinr Evrópu að bakhjarli og hann var innblásinn þeim eld- móði, er Georg Brandes hafði vakið með bókmenntastarfsemi sinni. Avarpið í Suðra, blaði sem Gestur gaf út um tíma í Reykja- vík, gefur góða hugmynd um viðhorf hans til skáldskaparins. Þar segir m. a. svo: „Við segjum, að skáldin eigi einmitt sjálf að leggja í stríðið, leita í mannlífinu að yrkisefni og leggja allt í sölurnar til að afla sér réttrar þekkingar og fastrar skoðunar á einstökum mönnum, á skipulagi mannfélagsins, hlutfallinu, sem einstakling- urinn stendur í við félagið, og svo á hann að yrkja á þeim grund- velli, er slík rannsókn byggir. Hann á að skyggnast inn í hjörtu og sálir manna, læra að þekkja þær, yrkja um þær. Með þessari að- ferð einni teljum vér, að skáldskapurinn geti komið mannlífinu að sönnum notum." Þetta er skáldskaparstefnuskrá Gests. Skáld- skapurinn er vísindagrein og sögur hans eru flestar tilgangssögur. Þó að skáldsögur Gests séu ekki miklar að vöxtum, höfðu þær mikil áhrif á þróun íslenzkrar skáldsagnagerðar. Einar Kvaran, Þorgils gjallandi, Jón Trausti, Halldór Kiljan Laxness og fjöl- margir yngri höfundar hafa allir meira og minna byggt á þeim grunni, sem Gestur lagði. Segja má, að skáldskapur H.K.L. sé hinn fullþroskaði ávöxtur þess fræs, er Gestur forðum sáði til. En þrengjum enn viðfangsefnið og snúum okkur að Reykjavíkursög- unum. Frá því Gestur Pálsson skrifaði Tilhugalíf 1888 og þar til Atómstöð Kiljans kemur út 1948 eru að sjálfsögðu skrifaðar allmargar Reykjavíkursögur og þó eru sveitalífs- og þorpssögur hlutfallslega miklu fleiri. Þess er þó ekki kostur að kanna þær sögur að sinni. Þó er þar ýmislegt girnilegt til fróðleiks, t. d. sögur Einars Kvarans, Ofurefli 1908 og Gull 1911, þegar þjóð- félagsátökin verða öll stærri í sniðum með tilkomu togaraútgerð- arinnar. Atómstöðin er ósvikin Reykjavíkursaga, sú ein af stærri sögum Kiljans, sem gerist eingöngu í Reykjavík. Það væri þess vegna fróðlegt að bera hana saman við Tilhugalíf. Ber þá fyrst að at- huga, að sviðið er orðið annað. Reykjavík er önnur 1948 en 1888. 1888 er Reykjavík þorp, en 1948 er hún orðin stórborg á íslenzk- J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.