Réttur


Réttur - 01.01.1960, Síða 34

Réttur - 01.01.1960, Síða 34
34 R E T T U E orðið svo fyrirferðarmikill í lífi margra. Og þótt sitthvað megi kannski finna að persónusköpun sagnanna, eru þær í heild raun- sæjar og sögumið þeirra jákvætt og mannbætandi. Agnar Þórðarson hefur skrifað tvær skáldsögur, sem báðar gerast í Reykjavík á síðustu áratugum: Haninn galar tvisvar 1949 og Ef sverð þitt er stutt 1953. Báðar þessar sögur gefa okkur innsýn í líf íslenzkrar borgarastéttar, sem í senn þjáist af hrörn- unarsjúkdómum og hefur þó ekki að fullu sigrazt á bernsku- sjúkdómum sínum. Báðar sögurnar eru þó frekar einstaklings- bundin sálkönnun en veruleg þjóðfélagskrufning. Aðalpersónan í fyrri sögunni, Haninn galar tvisvar, Ingjaldur hefur í sér hneigð til kommúnisma og telur sig um skeið fylgja þeirri stefnu, en gefst upp við það og snýst síðan æfur gegn fyrri skoðun sinni. Hann veit þó, að hún muni sigra, og skólabróðir hans, kommún- istinn Eiður, er sá eini sem hann virðir nokkurs og verður einatt að láta undan fyrir rökum hans. Agnar lýsir Ingjaldi sem ístöðu- litlum smáborgara, sem þorir í hvorugan fótinn að stíga, en snýst jafnan á sveif með þeim öflum, er hann telur sterkari í svipinn, er reikull og hugdeigur. Hilmar, aðalpersónan í seinni sögunni, Ef sverð þitt er stutt, er svipuð manngerð. Hann veit þó betur um spilling þess þjóð- félags, sem hann lifir í. En hann er Hamlet tuttugustu aldarinnar, skynjar lesti samferðafólksins og langar að rísa gegn spillingunni, en er of veikgeðja og óraunsær. Hann leynir sjálfsmorði föður síns til að forðast hneyksli. Sverð hans er of stutt, og það fet sem hann stígur framar hversdaglegu lífi sínu, er fálmkennt og og vanhugsað. Saga þessi nýtur mjög góðs af því, hve hún er tæknilega vel gerð. Atburðarásin er hröð, kaflarnir stuttir og í hverjum kafla koma fram nýir þættir hins margbreytilega, en þó einhæfa lífs, sem aðalpersónan hrærist í. Þetta gerist þó án þess að heildarsögu- þráðurinn slitni. I fyrri hlutanum nýtur sín sérstaklega vel sú tækni að láta aldrei nema brot af veruleikanum koma upp á yfir- borð frásagnarinnar, láta hugann gruna meira en orðin segja. Sérstaklega nýtur Markús góðs af þessari frásagnartækni. Hann er persónugervingur auðhyggjunnar og verður í sögunni ægivald-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.