Réttur - 01.01.1960, Blaðsíða 34
34
R E T T U E
orðið svo fyrirferðarmikill í lífi margra. Og þótt sitthvað megi
kannski finna að persónusköpun sagnanna, eru þær í heild raun-
sæjar og sögumið þeirra jákvætt og mannbætandi.
Agnar Þórðarson hefur skrifað tvær skáldsögur, sem báðar
gerast í Reykjavík á síðustu áratugum: Haninn galar tvisvar
1949 og Ef sverð þitt er stutt 1953. Báðar þessar sögur gefa okkur
innsýn í líf íslenzkrar borgarastéttar, sem í senn þjáist af hrörn-
unarsjúkdómum og hefur þó ekki að fullu sigrazt á bernsku-
sjúkdómum sínum. Báðar sögurnar eru þó frekar einstaklings-
bundin sálkönnun en veruleg þjóðfélagskrufning. Aðalpersónan
í fyrri sögunni, Haninn galar tvisvar, Ingjaldur hefur í sér hneigð
til kommúnisma og telur sig um skeið fylgja þeirri stefnu, en
gefst upp við það og snýst síðan æfur gegn fyrri skoðun sinni.
Hann veit þó, að hún muni sigra, og skólabróðir hans, kommún-
istinn Eiður, er sá eini sem hann virðir nokkurs og verður einatt
að láta undan fyrir rökum hans. Agnar lýsir Ingjaldi sem ístöðu-
litlum smáborgara, sem þorir í hvorugan fótinn að stíga, en snýst
jafnan á sveif með þeim öflum, er hann telur sterkari í svipinn,
er reikull og hugdeigur.
Hilmar, aðalpersónan í seinni sögunni, Ef sverð þitt er stutt,
er svipuð manngerð. Hann veit þó betur um spilling þess þjóð-
félags, sem hann lifir í. En hann er Hamlet tuttugustu aldarinnar,
skynjar lesti samferðafólksins og langar að rísa gegn spillingunni,
en er of veikgeðja og óraunsær. Hann leynir sjálfsmorði föður
síns til að forðast hneyksli. Sverð hans er of stutt, og það fet
sem hann stígur framar hversdaglegu lífi sínu, er fálmkennt og
og vanhugsað.
Saga þessi nýtur mjög góðs af því, hve hún er tæknilega vel
gerð. Atburðarásin er hröð, kaflarnir stuttir og í hverjum kafla
koma fram nýir þættir hins margbreytilega, en þó einhæfa lífs,
sem aðalpersónan hrærist í. Þetta gerist þó án þess að heildarsögu-
þráðurinn slitni. I fyrri hlutanum nýtur sín sérstaklega vel sú
tækni að láta aldrei nema brot af veruleikanum koma upp á yfir-
borð frásagnarinnar, láta hugann gruna meira en orðin segja.
Sérstaklega nýtur Markús góðs af þessari frásagnartækni. Hann
er persónugervingur auðhyggjunnar og verður í sögunni ægivald-