Réttur


Réttur - 01.01.1960, Page 36

Réttur - 01.01.1960, Page 36
36 R É T T U R í menningarmálum, stjórnmálum, blaðamennsku eða skáldskap. Fyrirferðarmest verður ádeilan á lélega blaðamennsku og ásókn fólks í ómerkilegt lestrarefni. Páll Jónsson, blaðamaður, er auk unnustu hans sú persóna sögunnar, sem höfundur lýsir bezt. Hann er eins og Jakob Benediktsson kemst að orði í ritdómi: „fulltrúi ,’þeirra ófáu Islendinga, sem voru — og eru — seinir að átta sig á breyttum þjóðfélagsháttum þessa lands, skilja ekki, að fornar dyggðir skipa ekki lengur þann virðingarsess í þjóðfélaginu, sem hrekklaus almenningur telur sjálfsagt og eðlilegt. Hlutleysi Páls Jónssonar verður þannig táknrænt um hugarfar fjölda Islendinga, hins óspillta fólks, sem hefur sig ekki upp í að taka afstöðu til vaxandi spillingar þjóðfélagsins og reynir í lengstu lög að láta hana ekki koma sér við." Páll Jónsson er boðberi hugsjóna höfuðstaðarins, en mér er ekki fyllilega ljóst, hvert höfundurinn ætlar honum — á því stigi sem hann er — að vera fulltrúi liðna tímans eða maður fram- tíðarinnar. Hann horfir gjarnan með tregablöndnum söknuði aft- ur til hins einfalda, sanna lífs í sveitinni. En er þetta ekki úrelt rómantík? Ef menn ætla sér að gerast þegnar höfuðborgarinnar, verða þeir að vera henni heilir, en lifa ekk.i í afturvirkum hilling- um liðna tímans. En máski er Páll alveg eðlilegur á því þróunar- stigi, sem hann er í þessari sögu. Framhald sögunnar mun leiða það í ljós. Því neitar víst enginn, að margt fer miður í hinni ný íslenzku borgmenningu, en það er líka varhugavert að mikla hlutina um of fyrir sér. Svo er t. d. með hið létta lestrarefni í óbundnu máli svo og danslagatexta. Þetta hefur alltaf verið til. Samhliða hinum sígildu fornsögum (íslendingasögunum) voru fornaldarsögur, hin- ar ferlegustu lygisögur, sem á sínum tíma hafa vafalaust verið vinsælli af alþýðu manna en íslendingasögurnar. Síðar komu riddarasögur. Samhliða rímum voru danskvæði og víkivakar ort undir miklu óvandaðra formi. Víða er þarna að finna tæran skáld- skap, þótt margt risti fremur grunnt. Það hefur verið reynt að kveða þetta niður. Snorri Sturluson samdi Eddu sína til verndar hefðbundnum virðulegum fornum innlendum kveðskap, en óvönd- uðum innfluttum bragarháttum til óþurftar. Guðbrandur Þor- J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.