Réttur


Réttur - 01.05.1933, Síða 6

Réttur - 01.05.1933, Síða 6
sjá vígið, sem fátækir bændur sköpuðu sér með dæma- fárri fórnfýsi og hreysti, lagt undir auðvaldið á ís- landi og notað til að pína gersamlega óréttmæta vexti og afborganir út úr fátækum bændum, sem neita sér um brýnustu lífsnauðsynjar. Okkur blöskrar að sjá Guðjónsen á Iiúsavík rétta við eftir 50 ára baráttu kaupfélagsins — og okkur finnst hámarki svívirðing- arinnar náð, þegar „Dagur“, „samvinnublaðið“, flytur greinar til að hæla Guðjónsenunum og verja þá gegn réttmætum kröfum verkalýðsins. Og við getum ekki dulið þá skoðun, að við álítum þá menn, sem ekki finna til þessarar niðurlægingar, vera svikara við þá hug- sjón, sem samvinnustefnan vill berjast fyrir. Við viðurkennum fyllilega að samvinnuhreyfingin getur — eins og nefna mætti mörg dæmi um — sigrast á einstökum kaupmönnum, útrýmt þeim jafnvel sum- staðar, — en þar með er bara ekki nærri allt fengið. Auðvaldið á vorum tímum er ekki lengur fyrst og fremst kaupmannaauðvaldið — og höfuðandstæðingur íslenzku bændastéttarinnar er ekki lengur kaupmanna- valdið, þó það sé það kúgunarvaldið, sem mest lætur á sér bera og á opinberasta málsvarana. Hið drotn- andi auðvald á íslandi nú er fjármálaauðvaldið („fin- anskapital“), þ. e. a. s. hið sameinaða banka- og stór- útgerðarauðvald, sem hér á landi stendur í alveg sér- staklega nánu sambandi við ríkisvaldið sjálft og er- lenda, einkum brezka auðvaldið. Og aðalfjandmaður íslenzku bændastéttanna nú er einmitt bankaauðvald- ið, — þetta okurauðvald, sem lánar þeim 1927—30 peninga út á jarðir þeirra og eignir og krefst þeirra nú aftur, þegar afurðirnar eru fallnar svo í verði, að hver peningur er þrefalt meira virði en þá. Það er þetta okurvald, sem heimtar nú 3 peninga fyrir hvern einn, sem liggur eins og mara á íslenzku bændunum, auðvitað einkum smábændum og miðlungsbændum. — Það er þetta auðvald, sem þrælbindur samvinnufélögin, og spillir samvinnuhreyfingunni. Og í höfuðvígjum 70

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.