Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 8

Réttur - 01.05.1933, Page 8
Höfuðbarátta fátækra bænda á íslandi hlýtur því nú að beinast gegn bankaauðvaldinu, verða baráttan fyrir útstrikun skuldanna. Og það er eftirtektarvert, að J. J. minnist ekki einu orði á þá þrenningu, sem bænd- um nú er verst við: banka — skuldir — og vexti. Það forðast hann eins og heitan eldinn. Á því sést bezt hvað hann vill. Við kommúnistar treystum því fyllilega að þeim fátækum bændum, sem með þrótti og fórnfýsi hafa áð- ur fyrr háð baráttuna gegn kaupmannavaldinu, verði beldur ekki skotaskuld úr að sigrast á þeim óvinun- um, sem þjáir þá nú, bankaauðvaldinu. En við vitum að eins og baráttan gegn selstöðukaupmönnunum ekki varð háð í bandalagi við faktora þeirra, eins verður baráttan gegn bankaauðvaldinu heldur ekki háð í banda- lagi við bankaráðsmenn, bankastjóra og aðra erind- reka og trúnaðarmenn bankaauðvaldsins. Þess vegna er það, að fátækir bændur munu fylkja liði sínu með verkalýð kaupstaðanna gegn þessum sameiginlega ó- vini og skilja gersamlega við Framsóknarflokkinn, og- þrátt fyrir allar blekkingar og hindranir finna að lok- um leiðina til sameiginlegrar baráttu með kommúnist- um til lokasigurs yfir auðvaldinu. II. Sögulegt próf. Svo spyr J. J. okkur, hvort við treystum okkur til að „ganga undir sögulegt próf og bera saman það, sem samvinnan og kommúnisminn eru búnir að framkvæma hér á landi“. Og ennfremur biður hann um annan sam- anburð: Hvor stefnan sé líkleg til að verða Íslendingum að meira gagni í framtíðinni, ef litið er á allar kring- umstæður. Við skulum gjarnan ganga undir það próf, því þó J. J. vilji gera mikið úr prófleysi okkar, þá er það ekki til komið af hræðslu við nein próf. En hins vegar kunnum við, gamlir kennarar, ekki við þá prófsaðferð, 72

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.