Réttur


Réttur - 01.05.1933, Side 10

Réttur - 01.05.1933, Side 10
urtaka það hér, heldur aðeins minna á nokkrar stað- reyndir og yfirlýsingar flokks vors. Við erum allt af reiðubúnir til samvinnu um ákveðin hagsmunamál undirstéttanna gegn auðvaldinu við hverja, sem virkilega vilja að þeim vinna. Strax í Kommúnistaávarpjnu lýsir Marx þessu yfir í kaflan- um „Afstaða kommúnista til framsóknarflokkanna“ — og ætti J. J. og aðrir að lesa þann kafla. Og einmitt nú undanfarna mánuði hefir Alþjóðasamband kommúnista og kommúnistaflokkar allra landa gert sósíaldemokrata- flokkunum tilboð um sameiginlega baráttu gegn fas- ismanum — og þótt þessir flokkar víðast hvar hafi ver- ið orðnir svo ofurseldir auðvaldinu, að þeir þverneit- uðu þessari samvinnu, þá var samt t. d. óháði verka- mannaflokkurinn brezki og að nokkru leyti lýðveldis- flokkurinn í Italíu og sósíaldemokrataflokkurinn þar til í þessa samvinnu. Það stendur ekki á því, að við viljum vinna með að því, að koma endurbótum á. Það stendur einmitt á hinu, að flokkar eins og Framsókn, vilji koma nokkrum endurbótum á, sem verulegt gagn megi að verða. — Þegar Framsókn t. d. var við völd 1927—’31, þá voru tollarnir þyngdir á neysluvörum alþýðu, en stórlöxum Reykjavíkur gefinn eftir tekjuskattsauki upp á rúmar 400.000 kr. Og að launum til lcratabroddanna fyrir dygga aðstoð við þessar „umbætur“, voru gerðar aðrar „umbætur“ á gamla íslandsbanka, svo það gætu orðið „umbætur“ á kjörum Jóns Bald. og Har. Guðm. En það eru ekki svona „umbætur“, sem við kommúnistar kær- um okkur um. Og af því þetta eru helztu umbæturn- ar, sem „umbótaflokkarnir“ í landinu, Framsókn og jafnaðarmenn, hafa orðið sammála um að koma á, þá höfum við kommúnistar ekki getað orðið samferða þeim. — Vilji þessir flokkar hinsvegar heyja baráttu fyrir virkilegum umbótum, svo sem atvinnuleysistrygging- um, 8 tíma vinnudegi, án lækkunar dagkaups, útstrikun 74

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.