Réttur


Réttur - 01.05.1933, Page 19

Réttur - 01.05.1933, Page 19
stærsta umbótamál landbúnaðarins „Eyg'g'ing'ar- og landnámssjóðinn?“ Er það ekki nokkuð einkennandi fyrir umbætur hans, að taka féð með hækkuðum toll- um á alþýðu til að gefa(!) bændum (og binda smá- bændur á skuldaklafann), en hlífa hins vegar Reykja- víkurauðvaldinu við sköttunum. — Eða Islandsbankinn — og 30 milljóna ábyrgðin? Og Útvegsbankinn svo aft- ur? Og hvernig stendur þessi flokkur nú — styðjandi Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra — sundur- leitur og klofinn, kúskaður af stórlöxum Reykjavíkur til að ganga að hverjum nauðungasamningunum á fæt- ur öðrum, þannig að J. J. sjálfur viðurkennir, að síð- asti þáttur nauðungasamninganna verði sá, að bænd- ur verði látnir gefa sjálfum sér eftir, háu launin verði vernduð, skattabyrðinni af niðursettum vöxtum og kreppulánum skellt á þá efnalitlu. (Tíminn, 5. júní). Er nokkur ástæða til að rifna af monti yfir þessu, hr. J. J.? — Og svo eru umbæturnar á verzlunarsviðinu. Eft- ir hálfrar aldar ,,samvinnu“ verður J. J. að viður- kenna, að — „verzlunin í flestum stærri bæjum, einkum í Rvík, er nálega öll í höndum kaupmanna“. — „Stórútgerðin í landinu er rekin með tapi ár eft- ir ár“. — Og þetta allt eftir að samvinnuflokkurinn hefir, með öðrum ,,umbótaflokki“ farið með völdin í 4 ár. Og J. J. er nú að telja að samvinnan geti bjarg- að á þessu sviði, — þó hún sé ekki búin að því eftir 50 ára starf. Og hér komum við aftur að aðalatriðinu í ágrein- ingnum um samvinnuna, sem vikið var að í fyrsta kafla þessarar greinar. „Samvinnan", eins og J. J. boðar hana, getur skipulagslega útrýmt kaupmannastéttinni að þó nokkru leyti. ,,Samvinna“ J. J. getur komið á sam- vinnuútgerð og komið þannig í staðinn fyrir ein- staka útgerðarmenn, sem hverfa úr sögunni. En með- 83

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.