Réttur


Réttur - 01.05.1933, Side 34

Réttur - 01.05.1933, Side 34
að blekkja einmitt þessa sjálfsögðu andstæðinga. auðvaldsins til fylgis við eina klíku þess móti annari. Og þessi skollaleikur heppnaðist all-vel, þar til verkin áttu að taka við í stað orðanna, framkvæmd- irnar gegn stórlöxum Rvíkur í stað skammanna og virk barátta undirstéttanna í stað agitationanna. Það var á tímabilinu 1927—’31 að eldraunin fór fram fyrir almenningssjónum. Ritstjóri Tímans lýsti valdatöku „umbótaflokk- anna“ 1927 á þá leið, að „dýrkendum samkeppnis- og auðhyggjustefnunnar hafi verið hrundið af stóli, en til valda settir menn, sem áður höfðu haldið uppi andstöðu gegn fyrrnefndum öfgum og ófarnaðar- stefnum“ (Tíminn 58. tbl. 1928). Og nú var um tvennt að velja fyrir ríkisstjórn þá, sem svokallaðir bænda- og verkamannaflokkar studdu: annaðhvort að stjórna með auðmannastétt- inni eða móti henni og beita þá völdum sínum til að frelsa verkamenn og bændur undan áþján hen. ar. Og hvað sýndi þá reynslan: Hagsmunir auðmanna- stéttarinnar voru hvergi skertir, þvert á móti vernd- aðir ágætlega, 6 miljóna kr. gróða veitt áriega til Reykjavíkurauðvaldsins og því gefið eftiv 400.000 kr. í tekju- og eignasköttum. Yfirráð auðmannastéttar- innar yfir framleiðslutækjunum, togurunum, verk- smiðjum etc. í engu högguð, fyrirtæki auðmanna eins og Eggert Claessens þvert á móti styrkt með ríkisfé, sem pínt var frá alþýðu með tollum á neysluvörum. Hagsmunir alþýðu voru hinsvegar í hvívetna fynr borð bornir, hrotta-tollum hlaðið á sligaðar herðar herðar hennar — og jafnvel féð til Bygginga- og landnámssjóðs tekið með tollum á fátækum bænd- um og malarbúum í stað þess að taka það með sér- sköttum á gróðamenn Rvíkur. Til þess að reyna að halda uppi einhverri mynd af „andstöðu" við nokkurn hluta burgeisastéttarinnar, var J. J. svo með títuprjónastungur í einstaka lélega. 98

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.