Réttur


Réttur - 01.05.1933, Side 52

Réttur - 01.05.1933, Side 52
verjum fyrir gasi til notkunar í stríðinu, en verður nú að víkja embætti drjúpandi höfði með byltingar- kennd í brjósti fyrir hinni ríkjandi stétt, er hann þjónaði. Marx skrifaði einu sinni, að sami andinn hefði byggt upp heimspekikerfin í heila heimspekingsins og járnbrautir með höndum verkamannsins. Þessi orð skrifaði Marx í æsku, áður en hann hafði alger- lega losað sig undan áhrifum hugsæisstefnunnar. En þrátt fyrir umbúðir hugsæisstefnunnar fela orðin í sér djúpan sannleika. Það getur ekkert ríki rekið stóriðnað, ekkert ríki aukið tækin, ef það drepur niður hina skapandi, vísindalegu hugsun á nokkru sviði. Þýzka borgarastéttin, sem berst með eldi og sverði móti hugsuninni á sviði félagsfræðinnar, á sviði náttúruvísindanna, sökum þess hún sé ósamrým- anleg „þýzkum anda“, viðurkennir með því, að þessi þýzki andi sé orðinn ósamrýmanlegur við allar fram- farir, og þá eins á sviði tækninnar. Og í raun og veru er valdataka fasistanna á Þýzkalandi sönnun fyrir því, að borgarastétt þessarar forustuþjóðar örvæntir orðið um möguleikana fyrir frekari þróun á þeirri braut, sem hún hefir hingað til gengið, og þá reynir hún að bjarga sér með töfrabrögðum, sem allt af hafa haldizt í hendur við brennur og bannfæringar. Bókabrennan fyrir framan háskólann í Berlín er ekki eingöngu brjálæðistiltæki drukkinna stúdenta, sem aldrei höfðu ást á bókunum og kusu heldur að teyga sannleikann úr bjórfötum. Bókabrennan fyrir framan háskólann í Berlín er tákn, sem sannar öll- um heimi, að hvaða mörkum mannkynið er komið. Við kommúnistar höfum allt af haldið því fram, að í dauðateygjum kapitalismans færist einnig það, sem eftir er snilli og verðmæta í borgaralegri menningu. Því vildu menntamenn borgarastéttar Vesturríkjanna ekki trúa, og þeir vitnuðu til þróunar véla og nátt- úruvísinda í auðvaldslöndunum. Leigutól burgeisanna 116

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.